Hættuleg áform Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. maí 2018 10:30 Ég hef notað ýmsar leiðir til að komast á milli staða. Fyrsta og eina bílinn minn til þessa eignaðist ég 33 ára. Mjög góðan bíl sem hefur reynst mér vel í rúm 10 ár. Eftir bílpróf fékk ég stundum lánaðan bíl hjá foreldrunum, deildi um tíma bíl með systkinum mínum, fékk að nota bíl unnustunnar en notaðist að mestu við almenningssamgöngur. Þannig komst ég í menntaskóla og háskóla á Íslandi en auk þess reyndust almenningssamgöngur mér vel öll þau ár sem ég bjó í útlöndum. Þar saknaði ég þess aldrei að eiga bíl. Strætisvagnar, rútur og járnbrautalestar komu mér þangað sem ég þurfti að fara. Eitt sumarið starfaði ég á aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi og vann við að ferma lestar ásamt Svía sem leit út eins og söngvarinn í hljómsveitinni Europe, en það er önnur saga.Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Rekstur almenningssamgangna hefur gengið erfiðlega á Íslandi. Nú hafa verið kynnt áform um svo kallaða borgarlínu. Áformin hafa verið talsvert á reiki. Fyrst átti borgarlínan að vera lest en nú mun vera gert ráð fyrir að nota strætisvagna sem eiga að þykjast vera lest og líta út eins og strætisvagnar úr framtíðarmynd frá tíunda áratugnum. Þó er ljóst að þetta verður dýrt, gífurlega dýrt. Sumir eru á því að best sé að tala sem minnst um borgarlínuna því hún sé bara kosningaútspil meirihlutans í borgarstjórn til að komast hjá því að ræða rekstrarvanda borgarinnar, ruslið, ónýtu göturnar, húsnæðisskortinn og annað sinnuleysi. Ég verð þó að bíta á agnið því að reynslan sýnir að það getur verið erfitt að vinda ofan af áformum, sama hversu vitlaus þau reynast, þegar búið er að kerfisvæða þau. Sjáið bara Landspítalann. Mál sem byrjar með ferðalögum bæjarfulltrúa til að skoða strætisvagna og lestar austan hafs og vestan getur endað með vafasamri framkvæmd sem landsmenn sitja uppi með kostnaðinn af langt fram eftir öldinni. Ef áformin yrðu að veruleika yrði það skaðlegt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins á ýmsan hátt, líka þá sem nota almenningssamgöngur. Ég skal útskýra hvers vegna.Forsendur borgarlínu Víðast hvar eru almenningssamgöngur sveitarfélögum mjög dýrar og iðulega reknar með miklu tapi, jafnvel í stórborgum þar sem milljónir nýta þjónustuna daglega. „Línulegt kerfi“ eins og borgarlínan er eingöngu raunhæfur kostur (burt séð frá tapinu) þar sem að minnsta kosti annað af tveimur skilyrðum er uppfyllt. a. Borgin er fjölmenn og þéttbyggð (19. aldar borg). Flestir eða allir búa nálægt stoppistöð og áfangastaðirnir eru einnig allir nálægt stoppistöð. b. Mjög sterkur byggðarkjarni hefur nægt aðdráttarafl til þess að fólk utan kjarnans hafi mikla þörf og löngun til að komast þangað reglulega án þess að geta með góðu móti gert það á eigin bíl. Við slíkar aðstæður getur nálægð við lestarstöð jafnvel aukið verðmæti fasteigna og ýtt undir uppbyggingu. Reykjavík hefur hvorugt. Það er augljóst í fyrra tilvikinu og raunar í því seinna líka þótt meirihlutinn í borginni virðist ætla að líta fram hjá raunveruleikanum og taka ákvarðanir út frá ímynduðum veruleika (óraunveruleika). Þannig er jafnvel talað um að leggja sérstakt innviðagjald á þá sem byggja í grennd við stoppistöð borgarlínu. Ímyndið ykkur þegar fasteignasali sýnir nýja íbúð í Mosfellsbæ og viðskiptavinirnir spyrja hvort íbúðin sé ekki óvenju dýr (og ekki einu sinni með bílastæði). Hann svarar: „Já, það er innviðagjaldið en þið eruð ekki nema 20 mínútur með borgarlínunni niður á Hlemm.“ Byggt við línuna Samgönguvandi höfuðborgarsvæðisins liggur í því að það er of mikil umferð á nokkrum götum og þar myndast stíflur sem geta valdið töfum sem ná langar vegalengdir. Allar þessar stíflur verða til á þeim stöðum þar sem til stendur að leggja borgarlínuna og svo á að byggja í kringum hana. Lausn borgarlínufulltrúanna virðist því vera sú að leggja sérstaka áherslu á að auka á þéttleika byggðarinnar þar sem umferðarteppurnar eru mestar. Þá þurfa enn fleiri að fara á þá staði þar sem álagið er mest og frá þeim líka. Þetta verður því eingöngu til þess fallið að auka vandann. Skynsamlegra væri að byggja upp nýja áfangastaði svo að umferðin dreifist betur um gatnakerfið. Með því að byggja nýjan Landspítala austan við miðju höfuðborgarsvæðisins væri t.d. verið að jafna umferðina. Tvöfalt kerfi Borgarlínan fer aðeins meðfram megin samgönguæðunum og verður því ekki í raunhæfu göngufæri fyrir nema lítinn hluta borgarbúa. Það stendur því til að hefðbundnir strætisvagnar fari um hverfin og safni þar íbúum til að flytja þá að borgarlínunni og svo frá borgarlínunni á áfangastað. Það verður með öðrum orðum rekið tvöfalt kerfi með allri þeirri óhagkvæmni sem því fylgir. Til viðbótar við á annað hundrað milljarða króna sem fara í línuna, sem verður svo rekin með tapi, bætist viðvarandi taprekstur hverfisvagnanna. Í mínu tilviki hefði þetta þýtt að ég hefði ekki getað tekið strætó frá gömlu heimastöð minni í Skógarseli og alla leið á Hringbraut eða Lækjargötu. Ég hefði þurft að bíða eftir vagni til að flytja mig að borgarlínunni sem svo hefði farið með mig á stoppistöð fjær skólanum. Ég hefði þá e.t.v. haft mig í að kaupa mér bíl fyrr.Ekki frá A til B Ólíkt því sem gerist í borgum þar sem hugmyndir á borð við borgarlínu gætu átt við þurfa íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki bara að fara á einn stað til að sinna flestum erindum, samanber frá heimili sínu í stóra miðborg. Þeir eru ekki bara að fara frá A til B heldur frá A til B, F, K, P, V o.s.frv. Fara til dæmis úr Grafarvoginum í vinnuna í Kópavogi, til ömmu í Breiðholti, á fótboltaæfingu í Vesturbænum, á veitingastað í Garðabæ eða í matarbúð í annars staðar í Grafarvogi. Þessar ferðir vill fólk fara á fjölskyldubílnum frekar en að hlaupa í gegnum rigningu og rok til að bíða eftir hverfisstrætó til að komast að borgarlínunni, bíða eftir henni og bíða svo á næsta áfangastað eftir öðrum hverfisstrætó til að komast í nálægð við staðinn sem verið er að fara á.Kostnaðurinn Óhagkvæm innviðaverkefni á borð við borgarlínuna koma oft sveitarfélögum í kröggur. Landsmenn munu eflaust geta staðið undir framkvæmdinni (gert er ráð fyrir að verkefnið verði að mestu fjármagnað úr ríkissjóði) en það verður dýrt og mun koma í veg fyrir aðrar skynsamlegri framkvæmdir. Rekstur Strætó hefur undanfarin ár verið fjármagnaður að 70 til 75 prósentum af útsvars- og skattgreiðendum. 2011 gáfu borgaryfirvöld frá sér fjárframlög ríkisins til samgöngumála í 10 ár gegn milljarðsstuðningi við strætó á ári. Markmiðið var að hækka hlutfall þeirra sem nýttu sér strætisvagna. Það hefur ekki gengið eftir. Fyrir hverjar 460 krónur sem strætófarþegar greiða í fargjald leggja skattgreiðendur fram 1.500 krónur. Kostnaðurinn við að leyfa öllum að nota strætó ókeypis væri aðeins brotabrot af kostnaðinum sem farþegar og skattgreiðendur munu bera vegna borgarlínu.Þrengt að umferð Borgarlínunni er ætlað að liggja um helstu samgönguæðar höfuðborgarsvæðisins, vegina þar sem umferðin er mest. Til stendur að leggja tvær akreinar undir línuna, miðakreinarnar, eina í hvora átt. Ekki er gott að segja hvernig farþegarnir eiga að komast yfir vegina, líklega um brýr eða undirgöng. Einhverjir munu þó alltaf stytta sér leið með því að hlaupa yfir veginn. Sú hugmynd að reyna að leysa umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins með því að fækka akreinum þar sem álagið er mest hljómar undarlega en því miður er hún í samræmi við þá furðulegu stefnu sem borgaryfirvöld hafa fylgt í samgöngumálum, þ.e. að reyna að þvinga fólk í strætó eða á reiðhjól með því að gera því ókleift að komast leiðar sinnar á fjölskyldubílnum. Fækkun akreina mun valda enn meiri umferðarteppum en þeim sem nú er við að eiga og þær munu hafa áhrif enn lengra út eftir hliðarvegunum. Svo bætist það við að línustrætó á alltaf að hafa forgang fram yfir aðra umferð. Þegar línustrætó nálgast verður skyndilega lokað fyrir bílaumferð og það umferðarflæði sem þó næst stöðvast hvað eftir annað tilviljanakennt. Þar sem íbúar annarra hverfa en 101 og nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sitja fastir í umferð og brenna ofursköttuðu eldsneyti mun blasa við þeim áminning um að þeir hafi líka borgað sérstaklega fyrir að fá að sitja fastir lengur. En einnig munu íbúar á Akureyri, í Fjarðabyggð og alls staðar annars staðar á landinu fá að greiða út í hið óendanlega fyrri áhuga borgaryfirvalda á að þrengja að umferðinni í Reykjavík.Niðurstaðan Borgarlínan er gríðarlega dýrt verkefni sem er ekki til þess fallið að leysa vandann heldur gera hann enn verri. Stefna Miðflokksins gengur út á að greina vandann, finna lausnina sem virkar best og hrinda henni svo í framkvæmd. Borgarlínan er nokkurs konar andstæða þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef notað ýmsar leiðir til að komast á milli staða. Fyrsta og eina bílinn minn til þessa eignaðist ég 33 ára. Mjög góðan bíl sem hefur reynst mér vel í rúm 10 ár. Eftir bílpróf fékk ég stundum lánaðan bíl hjá foreldrunum, deildi um tíma bíl með systkinum mínum, fékk að nota bíl unnustunnar en notaðist að mestu við almenningssamgöngur. Þannig komst ég í menntaskóla og háskóla á Íslandi en auk þess reyndust almenningssamgöngur mér vel öll þau ár sem ég bjó í útlöndum. Þar saknaði ég þess aldrei að eiga bíl. Strætisvagnar, rútur og járnbrautalestar komu mér þangað sem ég þurfti að fara. Eitt sumarið starfaði ég á aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi og vann við að ferma lestar ásamt Svía sem leit út eins og söngvarinn í hljómsveitinni Europe, en það er önnur saga.Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Rekstur almenningssamgangna hefur gengið erfiðlega á Íslandi. Nú hafa verið kynnt áform um svo kallaða borgarlínu. Áformin hafa verið talsvert á reiki. Fyrst átti borgarlínan að vera lest en nú mun vera gert ráð fyrir að nota strætisvagna sem eiga að þykjast vera lest og líta út eins og strætisvagnar úr framtíðarmynd frá tíunda áratugnum. Þó er ljóst að þetta verður dýrt, gífurlega dýrt. Sumir eru á því að best sé að tala sem minnst um borgarlínuna því hún sé bara kosningaútspil meirihlutans í borgarstjórn til að komast hjá því að ræða rekstrarvanda borgarinnar, ruslið, ónýtu göturnar, húsnæðisskortinn og annað sinnuleysi. Ég verð þó að bíta á agnið því að reynslan sýnir að það getur verið erfitt að vinda ofan af áformum, sama hversu vitlaus þau reynast, þegar búið er að kerfisvæða þau. Sjáið bara Landspítalann. Mál sem byrjar með ferðalögum bæjarfulltrúa til að skoða strætisvagna og lestar austan hafs og vestan getur endað með vafasamri framkvæmd sem landsmenn sitja uppi með kostnaðinn af langt fram eftir öldinni. Ef áformin yrðu að veruleika yrði það skaðlegt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins á ýmsan hátt, líka þá sem nota almenningssamgöngur. Ég skal útskýra hvers vegna.Forsendur borgarlínu Víðast hvar eru almenningssamgöngur sveitarfélögum mjög dýrar og iðulega reknar með miklu tapi, jafnvel í stórborgum þar sem milljónir nýta þjónustuna daglega. „Línulegt kerfi“ eins og borgarlínan er eingöngu raunhæfur kostur (burt séð frá tapinu) þar sem að minnsta kosti annað af tveimur skilyrðum er uppfyllt. a. Borgin er fjölmenn og þéttbyggð (19. aldar borg). Flestir eða allir búa nálægt stoppistöð og áfangastaðirnir eru einnig allir nálægt stoppistöð. b. Mjög sterkur byggðarkjarni hefur nægt aðdráttarafl til þess að fólk utan kjarnans hafi mikla þörf og löngun til að komast þangað reglulega án þess að geta með góðu móti gert það á eigin bíl. Við slíkar aðstæður getur nálægð við lestarstöð jafnvel aukið verðmæti fasteigna og ýtt undir uppbyggingu. Reykjavík hefur hvorugt. Það er augljóst í fyrra tilvikinu og raunar í því seinna líka þótt meirihlutinn í borginni virðist ætla að líta fram hjá raunveruleikanum og taka ákvarðanir út frá ímynduðum veruleika (óraunveruleika). Þannig er jafnvel talað um að leggja sérstakt innviðagjald á þá sem byggja í grennd við stoppistöð borgarlínu. Ímyndið ykkur þegar fasteignasali sýnir nýja íbúð í Mosfellsbæ og viðskiptavinirnir spyrja hvort íbúðin sé ekki óvenju dýr (og ekki einu sinni með bílastæði). Hann svarar: „Já, það er innviðagjaldið en þið eruð ekki nema 20 mínútur með borgarlínunni niður á Hlemm.“ Byggt við línuna Samgönguvandi höfuðborgarsvæðisins liggur í því að það er of mikil umferð á nokkrum götum og þar myndast stíflur sem geta valdið töfum sem ná langar vegalengdir. Allar þessar stíflur verða til á þeim stöðum þar sem til stendur að leggja borgarlínuna og svo á að byggja í kringum hana. Lausn borgarlínufulltrúanna virðist því vera sú að leggja sérstaka áherslu á að auka á þéttleika byggðarinnar þar sem umferðarteppurnar eru mestar. Þá þurfa enn fleiri að fara á þá staði þar sem álagið er mest og frá þeim líka. Þetta verður því eingöngu til þess fallið að auka vandann. Skynsamlegra væri að byggja upp nýja áfangastaði svo að umferðin dreifist betur um gatnakerfið. Með því að byggja nýjan Landspítala austan við miðju höfuðborgarsvæðisins væri t.d. verið að jafna umferðina. Tvöfalt kerfi Borgarlínan fer aðeins meðfram megin samgönguæðunum og verður því ekki í raunhæfu göngufæri fyrir nema lítinn hluta borgarbúa. Það stendur því til að hefðbundnir strætisvagnar fari um hverfin og safni þar íbúum til að flytja þá að borgarlínunni og svo frá borgarlínunni á áfangastað. Það verður með öðrum orðum rekið tvöfalt kerfi með allri þeirri óhagkvæmni sem því fylgir. Til viðbótar við á annað hundrað milljarða króna sem fara í línuna, sem verður svo rekin með tapi, bætist viðvarandi taprekstur hverfisvagnanna. Í mínu tilviki hefði þetta þýtt að ég hefði ekki getað tekið strætó frá gömlu heimastöð minni í Skógarseli og alla leið á Hringbraut eða Lækjargötu. Ég hefði þurft að bíða eftir vagni til að flytja mig að borgarlínunni sem svo hefði farið með mig á stoppistöð fjær skólanum. Ég hefði þá e.t.v. haft mig í að kaupa mér bíl fyrr.Ekki frá A til B Ólíkt því sem gerist í borgum þar sem hugmyndir á borð við borgarlínu gætu átt við þurfa íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki bara að fara á einn stað til að sinna flestum erindum, samanber frá heimili sínu í stóra miðborg. Þeir eru ekki bara að fara frá A til B heldur frá A til B, F, K, P, V o.s.frv. Fara til dæmis úr Grafarvoginum í vinnuna í Kópavogi, til ömmu í Breiðholti, á fótboltaæfingu í Vesturbænum, á veitingastað í Garðabæ eða í matarbúð í annars staðar í Grafarvogi. Þessar ferðir vill fólk fara á fjölskyldubílnum frekar en að hlaupa í gegnum rigningu og rok til að bíða eftir hverfisstrætó til að komast að borgarlínunni, bíða eftir henni og bíða svo á næsta áfangastað eftir öðrum hverfisstrætó til að komast í nálægð við staðinn sem verið er að fara á.Kostnaðurinn Óhagkvæm innviðaverkefni á borð við borgarlínuna koma oft sveitarfélögum í kröggur. Landsmenn munu eflaust geta staðið undir framkvæmdinni (gert er ráð fyrir að verkefnið verði að mestu fjármagnað úr ríkissjóði) en það verður dýrt og mun koma í veg fyrir aðrar skynsamlegri framkvæmdir. Rekstur Strætó hefur undanfarin ár verið fjármagnaður að 70 til 75 prósentum af útsvars- og skattgreiðendum. 2011 gáfu borgaryfirvöld frá sér fjárframlög ríkisins til samgöngumála í 10 ár gegn milljarðsstuðningi við strætó á ári. Markmiðið var að hækka hlutfall þeirra sem nýttu sér strætisvagna. Það hefur ekki gengið eftir. Fyrir hverjar 460 krónur sem strætófarþegar greiða í fargjald leggja skattgreiðendur fram 1.500 krónur. Kostnaðurinn við að leyfa öllum að nota strætó ókeypis væri aðeins brotabrot af kostnaðinum sem farþegar og skattgreiðendur munu bera vegna borgarlínu.Þrengt að umferð Borgarlínunni er ætlað að liggja um helstu samgönguæðar höfuðborgarsvæðisins, vegina þar sem umferðin er mest. Til stendur að leggja tvær akreinar undir línuna, miðakreinarnar, eina í hvora átt. Ekki er gott að segja hvernig farþegarnir eiga að komast yfir vegina, líklega um brýr eða undirgöng. Einhverjir munu þó alltaf stytta sér leið með því að hlaupa yfir veginn. Sú hugmynd að reyna að leysa umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins með því að fækka akreinum þar sem álagið er mest hljómar undarlega en því miður er hún í samræmi við þá furðulegu stefnu sem borgaryfirvöld hafa fylgt í samgöngumálum, þ.e. að reyna að þvinga fólk í strætó eða á reiðhjól með því að gera því ókleift að komast leiðar sinnar á fjölskyldubílnum. Fækkun akreina mun valda enn meiri umferðarteppum en þeim sem nú er við að eiga og þær munu hafa áhrif enn lengra út eftir hliðarvegunum. Svo bætist það við að línustrætó á alltaf að hafa forgang fram yfir aðra umferð. Þegar línustrætó nálgast verður skyndilega lokað fyrir bílaumferð og það umferðarflæði sem þó næst stöðvast hvað eftir annað tilviljanakennt. Þar sem íbúar annarra hverfa en 101 og nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sitja fastir í umferð og brenna ofursköttuðu eldsneyti mun blasa við þeim áminning um að þeir hafi líka borgað sérstaklega fyrir að fá að sitja fastir lengur. En einnig munu íbúar á Akureyri, í Fjarðabyggð og alls staðar annars staðar á landinu fá að greiða út í hið óendanlega fyrri áhuga borgaryfirvalda á að þrengja að umferðinni í Reykjavík.Niðurstaðan Borgarlínan er gríðarlega dýrt verkefni sem er ekki til þess fallið að leysa vandann heldur gera hann enn verri. Stefna Miðflokksins gengur út á að greina vandann, finna lausnina sem virkar best og hrinda henni svo í framkvæmd. Borgarlínan er nokkurs konar andstæða þess.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun