Slysið hefur eflt KIA Gullhringinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 10. maí 2018 17:00 Einar Bárðarson, eigandi KIA Gullhringsins, segir slysið í fyrra hafa breytt öryggisstöðlum allra keppna á landinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Eitt af því sem mig langaði að prófa var að hjóla Reykjanesbrautina endanna á milli og þegar ég réðst í það var eftir því tekið. Í kjölfarið komu þeir Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari, og Pétur Þór Ragnarsson sem þá var á kafi í sportinu og buðu mér að vera með þeim í liði í Bláalónsþrautinni,“ segir Einar. „Mér fannst það galin hugmynd en þess vegna sló ég til. Svo hjólaði ég með þeim, algjörlega óreyndur, þessa erfiðu braut og við lentum í öðru sæti í liðakeppninni. Þá varð ekki aftur snúið.“ Hugmyndin að KIA Gullhringnum kviknaði í framhaldinu og fór fyrsta keppnin fram í lok sumars 2012. Um 90 keppendur tóku þátt. Árið 2015 voru keppendur orðnir um 800 talsins.Stærsta hópslys greinarinnar Í fyrra varð alvarlegt slys í keppninni þegar keppandinn Hörður Ragnarsson fór með framdekk ofan í rauf á rimlahliði við Brúará og kastaðist átta metra. Þetta leit illa út en auk Harðar slasaðist fjöldi annarra keppenda sem féllu hver um annan þveran á miklum hraða. Einar segir hræðilega óvissu hafa einkennt fyrstu klukkutímana eftir slysið. „Ég hugsa til þessa kvölds með blendnum tilfinningum. Ég er stoltur af viðbragðsaðilum okkar og hversu fljótt allt teymið var komið á slysstað og hugsa með þakklæti til keppendanna sem biðu fyrir aftan hina slösuðu úti í vegkanti. Keppendur sýndu ótrúlega yfirvegun og æðruleysi í aðstæðum sem enginn þeirra hafði staðið frammi fyrir áður,“ segir Einar.Hörður var ótrúlega fljótur að jafna sig eftir slysið hræðilega.VísirTaldi keppandann af „Þetta leit svo illa út fyrstu klukkutímana eftir slysið. Ég var farinn að búa mig undir að Höddi væri hreinlega ekki á lífi. Það bjartasta sem ég leyfði mér að vona var að hann væri á lífi en yrði að glíma við varanleg meiðsl og fötlun,“ segir Einar. Meiðsl Harðar reyndust sem betur fer minni en útlit var fyrir í fyrstu. Einar segir slysið hafa lagst þungt á hann sjálfan sem ábyrgðaraðila keppninnar. Eftir slysið setti hann sig í samband við þá sem slösuðust. „Það var auðvitað erfitt en mikilvægt að hitta þau og fá þeirra sýn. Allir hafa náð sér betur en maður þorði að vona en ég get ekki ímyndað mér að bataferlið andlega og líkamlega hafi verið auðvelt.“Vaknaði upp um nætur „Það er ekki hægt að fara í gegnum svona án sjálfsásakana og annarra hugsana sem ég varla kann að nefna. Í marga mánuði vaknaði ég upp um nætur með andköfum og fannst fólk enn þá liggja slasað á vettvangi og að allt væri óleyst,“ segir Einar. Hann fékk síðar staðfest af sérfræðingi að hann þjáðist af áfallastreituröskun. „Ég gaf mér bara ekki leyfi til að huga að þeim þætti fyrr en kannski alltof seint. Hugur minn var hjá þeim sem slösuðust og framtíð keppninnar.“ Hann hafi íhugað að slá keppnina alfarið af en snerist hugur.Endurskipulagði keppnina „Áhrifafólk í greininni vildi meina að það hefði neikvæð áhrif á hjólreiðasportið í heild ef þessi keppni hætti. Læra þyrfti af atvikinu og efla keppnishald enn frekar. Ég ákvað að taka þeirri áskorun,“ segir Einar. „Við endurskoðuðum keppnina frá A til Ö. Við fengum Ólaf Guðmundsson, tæknistjóra EuroRAP/FÍB, á Íslandi sem óháðan aðila til að taka út allar leiðirnar. Þá erum við í góðu samstarfi við Vegagerðina og lögregluna og munum í ár loka leiðum á svæðinu. Þá köllum við breiðari hóp stjórnenda inn í mótið. Búið er að keyra allar leiðirnar og mynda í HD-gæðum. Vegagerðin fer yfir það með okkur og eftir nauðsynlegar úrbætur verða leiðirnar myndaðar aftur og settar á netið. Þá geta keppendur kynnt sér aðstæður,“ segir Einar. Hann finni fyrir jákvæðu viðhorfi til keppninnar. „Ég vissi ekkert hvernig þessu yrði tekið í ár en ég finn fyrir miklum velvilja og skráningarnar eru síst færri en á sama tíma í fyrra. Þetta slys hefur bætt öryggiskúltúr í allri greininni og aðstandendur allra keppna hafa tekið allt til endurskoðunar hjá sér. Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir slys en það er hægt að ganga þannig frá hlutum að þeir sem hjóla geti verið vissir um að brugðist verði við verstu aðstæðum, komi þær upp, hratt og örugglega.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lá hreyfingarlaus með höfuðið ofan í polli af blóði eftir átta metra flug Hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson er kominn heim af sjúkrahúsinu eftir alvarlegt slys í Kia Gullhringnum. Hann vill engum kenna um slysið en segir mikilvægt að læra af því. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Eitt af því sem mig langaði að prófa var að hjóla Reykjanesbrautina endanna á milli og þegar ég réðst í það var eftir því tekið. Í kjölfarið komu þeir Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari, og Pétur Þór Ragnarsson sem þá var á kafi í sportinu og buðu mér að vera með þeim í liði í Bláalónsþrautinni,“ segir Einar. „Mér fannst það galin hugmynd en þess vegna sló ég til. Svo hjólaði ég með þeim, algjörlega óreyndur, þessa erfiðu braut og við lentum í öðru sæti í liðakeppninni. Þá varð ekki aftur snúið.“ Hugmyndin að KIA Gullhringnum kviknaði í framhaldinu og fór fyrsta keppnin fram í lok sumars 2012. Um 90 keppendur tóku þátt. Árið 2015 voru keppendur orðnir um 800 talsins.Stærsta hópslys greinarinnar Í fyrra varð alvarlegt slys í keppninni þegar keppandinn Hörður Ragnarsson fór með framdekk ofan í rauf á rimlahliði við Brúará og kastaðist átta metra. Þetta leit illa út en auk Harðar slasaðist fjöldi annarra keppenda sem féllu hver um annan þveran á miklum hraða. Einar segir hræðilega óvissu hafa einkennt fyrstu klukkutímana eftir slysið. „Ég hugsa til þessa kvölds með blendnum tilfinningum. Ég er stoltur af viðbragðsaðilum okkar og hversu fljótt allt teymið var komið á slysstað og hugsa með þakklæti til keppendanna sem biðu fyrir aftan hina slösuðu úti í vegkanti. Keppendur sýndu ótrúlega yfirvegun og æðruleysi í aðstæðum sem enginn þeirra hafði staðið frammi fyrir áður,“ segir Einar.Hörður var ótrúlega fljótur að jafna sig eftir slysið hræðilega.VísirTaldi keppandann af „Þetta leit svo illa út fyrstu klukkutímana eftir slysið. Ég var farinn að búa mig undir að Höddi væri hreinlega ekki á lífi. Það bjartasta sem ég leyfði mér að vona var að hann væri á lífi en yrði að glíma við varanleg meiðsl og fötlun,“ segir Einar. Meiðsl Harðar reyndust sem betur fer minni en útlit var fyrir í fyrstu. Einar segir slysið hafa lagst þungt á hann sjálfan sem ábyrgðaraðila keppninnar. Eftir slysið setti hann sig í samband við þá sem slösuðust. „Það var auðvitað erfitt en mikilvægt að hitta þau og fá þeirra sýn. Allir hafa náð sér betur en maður þorði að vona en ég get ekki ímyndað mér að bataferlið andlega og líkamlega hafi verið auðvelt.“Vaknaði upp um nætur „Það er ekki hægt að fara í gegnum svona án sjálfsásakana og annarra hugsana sem ég varla kann að nefna. Í marga mánuði vaknaði ég upp um nætur með andköfum og fannst fólk enn þá liggja slasað á vettvangi og að allt væri óleyst,“ segir Einar. Hann fékk síðar staðfest af sérfræðingi að hann þjáðist af áfallastreituröskun. „Ég gaf mér bara ekki leyfi til að huga að þeim þætti fyrr en kannski alltof seint. Hugur minn var hjá þeim sem slösuðust og framtíð keppninnar.“ Hann hafi íhugað að slá keppnina alfarið af en snerist hugur.Endurskipulagði keppnina „Áhrifafólk í greininni vildi meina að það hefði neikvæð áhrif á hjólreiðasportið í heild ef þessi keppni hætti. Læra þyrfti af atvikinu og efla keppnishald enn frekar. Ég ákvað að taka þeirri áskorun,“ segir Einar. „Við endurskoðuðum keppnina frá A til Ö. Við fengum Ólaf Guðmundsson, tæknistjóra EuroRAP/FÍB, á Íslandi sem óháðan aðila til að taka út allar leiðirnar. Þá erum við í góðu samstarfi við Vegagerðina og lögregluna og munum í ár loka leiðum á svæðinu. Þá köllum við breiðari hóp stjórnenda inn í mótið. Búið er að keyra allar leiðirnar og mynda í HD-gæðum. Vegagerðin fer yfir það með okkur og eftir nauðsynlegar úrbætur verða leiðirnar myndaðar aftur og settar á netið. Þá geta keppendur kynnt sér aðstæður,“ segir Einar. Hann finni fyrir jákvæðu viðhorfi til keppninnar. „Ég vissi ekkert hvernig þessu yrði tekið í ár en ég finn fyrir miklum velvilja og skráningarnar eru síst færri en á sama tíma í fyrra. Þetta slys hefur bætt öryggiskúltúr í allri greininni og aðstandendur allra keppna hafa tekið allt til endurskoðunar hjá sér. Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir slys en það er hægt að ganga þannig frá hlutum að þeir sem hjóla geti verið vissir um að brugðist verði við verstu aðstæðum, komi þær upp, hratt og örugglega.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lá hreyfingarlaus með höfuðið ofan í polli af blóði eftir átta metra flug Hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson er kominn heim af sjúkrahúsinu eftir alvarlegt slys í Kia Gullhringnum. Hann vill engum kenna um slysið en segir mikilvægt að læra af því. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Lá hreyfingarlaus með höfuðið ofan í polli af blóði eftir átta metra flug Hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson er kominn heim af sjúkrahúsinu eftir alvarlegt slys í Kia Gullhringnum. Hann vill engum kenna um slysið en segir mikilvægt að læra af því. 13. júlí 2017 06:00