Skattaundanskotin hleyptu lífi í umræður Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Sigurður Hannesson og Líf Magneudóttir voru meðal þátttakenda í gær. Vísir Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar. Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar.
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira