Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:29 Steve Mnuchin kynnti viðskiptaþvinganirnar í gærkvöld. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06