Fótbolti

UEFA ákærir Buffon fyrir ruslapoka ummælin um Oliver

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari.
Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákært Gianluigi Buffon, markvörð Juventus, fyrir ógnandi hegðun gagnvart Michael Oliver í leik Juventus og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu fyrr í vetur.

Buffon fékk að líta rauða spjaldið frá Oliver dómara undir lok leiks liðanna á Santiago Bernabeu í apríl þar sem Juventus datt úr keppni í átta liða úrslitum fyrir það að hella sér yfir Olvier og mótmæla harkalega þeirri ákvörðun Englendingsins að dæma vítaspyrnu á Juventus á 93. mínútu.

Buffon hraunaði enn frekar yfir Oliver í viðtölum eftir leik og neitaði að draga þau ummæli til baka eða biðjast afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði meðal annars að „þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka.“

Málið verður tekið fyrir aganefnd UEFA á síðasta degi þessa mánaðar.

Sögusagnir herma að hinn 40 ára Buffon muni láta gott heita af fótboltaiðkun í lok þessa tímabils.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×