Glóð varð að báli Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. maí 2018 14:44 Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar