Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:10 Marcus Morris var á meðal stigahæstu manna í kvöld Vísir/Getty Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018 NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira