Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2018 18:45 Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57