Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2018 23:27 Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar. Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar.
Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira