Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:56 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar