Umfjöllun: KR - FH 1-2 │FH komið á blað Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. maí 2018 22:00 FH-stúlkur fagna. vísir/ernir FH-ingar fengu sín fyrstu stig í kvöld eftir 2-1 sigur gegn KR í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna. Eftir töp í fyrstu tvem leikjunum gegn ÍBV og HK/Víking kom FH sterkt til baka í kvöld og vann góðan sigur. Fyrsta færi leiksins kom eftir rúmlega hálfa mínutu þegar Margrét María Hólmarsdóttir skaut í slánna. FH-ingar voru samt ekki lengi að skapa sín eigin færi en Marjani Hing-Glover tók sitt fyrsta skot í leiknum eftir tæpar 10 mínutur en það fór líka í tréverkið. Næstu 30 mínutur einkenndust af jöfnum leik þar sem hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi. Á 40. mínútu fékk Katrín Ómarsdóttir verk í lærið í miðri sendingu og missir boltann, Jasmín Erla Ingadóttir náði boltanum þegar Katrín missir hann og gefur á Marjani sem kom Hafnfirðingum 1-0 yfir. Katrín fór meidd útaf stuttu eftir markið og kom ekki aftur inná. Staðan 1-0 í hálfleik og FH búnar að vera aðeins betri. KR-ingar komu ákveðnar út úr hálfleiknum og náðu nokkrum færum á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Á 59. mínútu náði Tijana Krstic að brjóta ísinn með svakalegu skoti fyrir utan teig, staðan 1-1 og allt í járnum. Eftir mark KR fóru FH-ingar að spila boltanum betur og voru þær ekki lengur að koma sér yfir aftur en KR skoraði sjálfsmark á 66. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jasmín Erlu. FH hélt áfram að sækja að krafti út leikinn og hefðu nokkrum sinnum geta aukið forystuna en fundu ekki netið oftar í þessum leik. FH-ingar sáttir með fyrstu stigin en KR svekktar með fyrsta tapið. Af hverju vann FH? FH spiluðu boltanum betur sín á milli og náðu að skapa sér fleiri hættuleg færi, svo hjálpaði það líka FH-ingum að KR gera stór mistök í báðum mörkunum. Hverjir stóðu upp úr? Jasmín Erla og Selma Dögg stýrðu spilinu vel á miðjunni hjá FH og var Jasmín með stoðsetningu í báðum mörkum mætti segja. Arna Dís varðist vel í vinstri bakverðinum á meðan Marjani var ávallt hættuleg fyrir framan markið hjá KR. Hvað gekk illa? KR-ingar áttu erfitt með að nýta þau færi sem þær fengu.Hvað gerist næst? KR-ingar fara til Eyja á laugardaginn á meðan FH-ingar fara á Selfoss næsta miðvikudag. Pepsi Max-deild kvenna
FH-ingar fengu sín fyrstu stig í kvöld eftir 2-1 sigur gegn KR í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna. Eftir töp í fyrstu tvem leikjunum gegn ÍBV og HK/Víking kom FH sterkt til baka í kvöld og vann góðan sigur. Fyrsta færi leiksins kom eftir rúmlega hálfa mínutu þegar Margrét María Hólmarsdóttir skaut í slánna. FH-ingar voru samt ekki lengi að skapa sín eigin færi en Marjani Hing-Glover tók sitt fyrsta skot í leiknum eftir tæpar 10 mínutur en það fór líka í tréverkið. Næstu 30 mínutur einkenndust af jöfnum leik þar sem hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi. Á 40. mínútu fékk Katrín Ómarsdóttir verk í lærið í miðri sendingu og missir boltann, Jasmín Erla Ingadóttir náði boltanum þegar Katrín missir hann og gefur á Marjani sem kom Hafnfirðingum 1-0 yfir. Katrín fór meidd útaf stuttu eftir markið og kom ekki aftur inná. Staðan 1-0 í hálfleik og FH búnar að vera aðeins betri. KR-ingar komu ákveðnar út úr hálfleiknum og náðu nokkrum færum á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Á 59. mínútu náði Tijana Krstic að brjóta ísinn með svakalegu skoti fyrir utan teig, staðan 1-1 og allt í járnum. Eftir mark KR fóru FH-ingar að spila boltanum betur og voru þær ekki lengur að koma sér yfir aftur en KR skoraði sjálfsmark á 66. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jasmín Erlu. FH hélt áfram að sækja að krafti út leikinn og hefðu nokkrum sinnum geta aukið forystuna en fundu ekki netið oftar í þessum leik. FH-ingar sáttir með fyrstu stigin en KR svekktar með fyrsta tapið. Af hverju vann FH? FH spiluðu boltanum betur sín á milli og náðu að skapa sér fleiri hættuleg færi, svo hjálpaði það líka FH-ingum að KR gera stór mistök í báðum mörkunum. Hverjir stóðu upp úr? Jasmín Erla og Selma Dögg stýrðu spilinu vel á miðjunni hjá FH og var Jasmín með stoðsetningu í báðum mörkum mætti segja. Arna Dís varðist vel í vinstri bakverðinum á meðan Marjani var ávallt hættuleg fyrir framan markið hjá KR. Hvað gekk illa? KR-ingar áttu erfitt með að nýta þau færi sem þær fengu.Hvað gerist næst? KR-ingar fara til Eyja á laugardaginn á meðan FH-ingar fara á Selfoss næsta miðvikudag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti