Innlent

Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/Stjórnarráðið
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, í forsætisráðuneytinu í dag um stöðu undirbúnings við Borgarlínuverkefnið. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Þá ræddu þau mikilvægi þess að góð samstaða tækist um framhaldið þannig að hefja megi formlegar viðræður ríkisins og Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fjármögnun Borgarlínu og annarra framkvæmda á næstu árum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×