Börn sem pólitískt punt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. maí 2018 07:35 Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun