Innlent

Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/vilhelm
Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir fagna fjölmenningarlegu samfélagi í Reykjavík og heita því að nota hvorki hatursorðræðu í komandi kosningabaráttu né að notfæra sér fordóma gegn innflytjendum.

Sabine Leskopf, sem skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, sendi boð til allra framboðanna í Reykjavík í kjölfar frambjóðendafundar með innflytjendum sem haldinn var í Ráðhúsinu síðastliðinn laugardag.

Öllum framboðunum sextán var boðið að skrifa undir yfirlýsinguna en sjö framboð ýmist svöruðu ekki eða afþökkuðu boðið.

Framboðin sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Alþýðufylkingin, Framsóknarflokurinn, Kvennaframboðið, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Sósíalistaflokkur Íslands, Viðreisn og Vinstri græn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×