Mygla og mölflugur Marta Guðjónsdóttir skrifar 16. maí 2018 20:03 Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun