Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti Starri Freyr Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Friðgeir Helgason matreiðslumaður hefur starfað víða í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi. Í sumar ætlar hann að njóta lífsins í Flatey. Vísir/ernir Friðgeir Helgason hefur starfað á nokkrum af bestu veitingastöðum New Orleans borgar í Bandaríkjunum síðustu tvo áratugina auk þess sem hann er afbragðs landslagsljósmyndari og hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og í Bandaríkjunum. Í dag og á morgun stendur hann fyrir „pop-up“ veitingastað á Coocoo’s Nest í Reykjavík þar sem hann mun bjóða upp á ekta New Orleans „soul food“ en heldur eftir það til Flateyjar, sem hann segir einn af yndislegustu stöðum jarðar, þar sem hann mun starfa sem yfirkokkur á Hótel Flatey í sumar. „Það verður frábært að komast aftur til Flateyjar í sumar og ég hlakka mikið til. Stórvinkona mín og meistarakokkur, Melissa Martin frá New Orleans, verður mér til aðstoðar í sumar en hún rekur eigið veitingahús í New Orleans sem er lokað á sumrin. Við stefnum að sjálfsögðu á að elda frábæran og spennandi mat og ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með heimsókn til okkar í sumar.“ Ævi Friðgeirs hefur því verið ansi viðburðarík en líf hans hefur svo sannarlega ekki alltaf verið dans á rósum. Botninum náði hann árið 2004 þegar hann var heimilislaus róni á götum Skid Row hverfisins í Los Angeles en með hjálp góðra manna náði hann að snúa baki við fyrri lífsstíl.Byrjaði i eldhúsi ömmu Friðgeir er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1966 en flutti upp á land í gosinu 1973 og ólst upp í Fellahverfinu í Breiðholti hjá afa sínum og ömmu. „Hún amma, þessi elska, var af gamla skólanum og allur matur var mauksoðinn og ofeldaður hjá henni. Fyrstu skref mín í eldhúsinu hjá henni voru að steikja pylsur með lauk og þegar ég var fjórtán ára fór ég á lúðu með pabba og var gerður að kokki. Ég man að við veiddum feitan og girnilegan karfa í beitu sem ég notaði einu sinni í matinn og var næstum því kjöldreginn fyrir að reyna að eitra fyrir áhöfninni með því að gefa þeim beitu í matinn.“Friðgeir (t.v.) snýr aftur til Flateyjar í sumar þar sem hann mun galdra fram girnilegar kræsingar í eldhúsi Hótels Flateyjar. Sjálfum finnst honum skemmtilegast að elda úr öllu því ferska hráefni sem hann fær beint úr Breiðafirðinum.Brenndi margar brýr Sem ungur maður var Friðgeir ekki endilega að stefna á kokkinn heldur lá áhugasvið hans víða. „Móðir mín flutti til Los Angeles árið 1986. Sama ár vann ég á netabát í Reykjavík í hundleiðinlegu haustveðri þar sem ekkert veiddist. Ég skrapp til mömmu um jólin og lenti í 25 stiga hita og sól og sneri ekki aftur. Fyrstu árin bjó ég í Los Angeles og var bara að gera hitt og þetta. Meðal annars sótti ég bæði um inngöngu í listaskóla í San Francisco og í kokkaskóla í New Orleans og fékk inngöngu í báða. Ég sló til og fór til New Orleans árið 1990.“ Í New Orleans var Friðgeir svo heppinn að fá vinnu á mjög góðu litlu veitingahúsi og í framhaldinu vann hann að eigin sögn á nokkrum af bestu veitingahúsum borgarinnar. „Á þessum tíma vann ég fyrir fjóra yfirkokka sem voru valdir Bestu nýju matreiðslumennirnir hjá því virta tímariti Food and Wine, meðan ég vann með þeim. Ég var á mjög góðri siglingu með að ná langt í bransanum í New Orleans en ég var mikil fyllibytta sem fylgir ansi oft þessari starfsstétt og brenndi margar brýr að baki mér. Þannig endaði ég sem heimilislaus róni í Los Angeles árið 2004.“ Milljón máltíðir á ári Eftir að hafa náð sér á strik aftur héldu frekari ævintýri af ýmsum toga áfram í lífi Friðgeirs. „Ég vann t.d. í eldhúsinu á Midnight Mission hjálparmiðstöðinni í Los Angeles þar sem við gáfum milljón máltíðir á ári til heimilislausra auk þess sem ég sótti ljósmyndaskóla þar árin 2006- 2008. Einnig vann ég sem einkakokkur á flottustu meðferðarheimilunum fyrir ríka og fræga fólkið og starfaði líka sem ráðgjafi í tvö ár.“ Eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans árið 2005 flutti Friðgeir aftur til borgarinnar og bjó þar næstu þrjú árin. „Þar vann ég á nokkrum nýjum veitingahúsum sem vinir mínir höfðu opnað og gat um leið lagað allar brýrnar sem ég hafði brennt í gamla daga. Á þessum tíma vann ég líka í nokkur sumur sem yfirkokkur á lúxusveitingastað í 3.000 metra hæð í Sierra Nevada fjöllunum í Kaliforníu þar sem maður þurfti stanslaust að passa upp á að bjarndýr kæmust ekki í rusl og aðrar leifar.“Eldhúsið er leikvöllur Friðgeirs.SpessiRisastór suðupottur Hann segir mikinn mun á Íslandi og Bandaríkjunum þegar kemur að hráefni og matargerð. Sá munur hafi þó minnkað mikið undanfarin ár með fjölgun útlendinga hér á landi sem komi með matarhefðir sínar í farteskinu. „Fiskurinn og lambið eru náttúrulega best á Íslandi en grænmetið er miklu betra og ódýrara í Bandaríkjunum auk þess sem allt annað kjöt en lambakjöt er miklu betra vestanhafs.“ Þó tekur hann fram að það sé óréttlátt að bera saman borg eins og Los Angeles með 18 milljónir íbúa og litla Ísland. „En það sem Ísland hefur náttúrulega fram að færa er hráefni sem er svo hreint og tært. Aftur á móti er Los Angeles sennilega mest spennandi matarborg heimsins enda einn risastór alþjóð- legur suðupottur.“ Hann segist mjög duglegur að þvælast um borgina og finna góð veitingahús frá ólíkum heimshornum. „Ég veit t.d. hvar allir bestu taco-trukkarnir eru staðsettir í borginni og þekki vel til góðra staða í San Gabriel Valley sem er stærsta kínahverfi heims utan Kína. Ekki má svo gleyma litlu Tókýó og Korea Town. Persónulega er ég miklu spenntari fyrir því sem er að gerast á litlu stöðunum og á götunum heldur en því sem er í gangi á þriggja stjörnu Michelin stöðunum.“ Algjör paradís Friðgeir er giftur Susan Bolles sem vinnur sem leikmyndahönnuður í sjónvarpi í Hollywood og er mjög klár listakona að hans sögn. „Við búum við rætur San Gabriel fjallanna, í Altadena, fyrir ofan Los Angeles þar sem við erum með sex appelsínutré og þrjú sítrónutré í garðinum. Þetta er algjör paradís. Við erum líka með stúdíó rétt hjá þar sem við bæði vinnum að listsköpun okkar þegar við erum ekki í vinnutörnum. Ég er mjög duglegur að þvælast um Bandaríkin með myndavélina og hef t.d. verið að vinna að myndaseríunni Sand snjór sem byggir á ljósmyndum úr eyðimörkinni og frá snjónum heima á Íslandi.“ Heillaður af skessujurtinni Undanfarin ár hefur veitingastöðum fjölgað mikið á höfuð- borgarsvæðinu, samfara auknum ferðamannastraumi. Hann segist hafa fylgst aðeins með þróuninni og finnst margt spennandi í gangi. „Það sem mér finnst svolítið áhugavert er að maturinn á dýrustu og flottustu veitingastöðunum á Íslandi er á sambærilegu verði við toppstaðina í Bandaríkjunum á meðan miðlungsstaðirnir eru aftur á móti fjórum sinnum dýrari.“ Sjálfum finnst honum skemmtilegast að elda úr öllu því ferska hráefni sem hann fær beint úr Breiðafirðinum þegar hann dvelur í Flatey. „Þar hef ég gert tilraunir með ýmislegt sem ég tíni á eyjunni og í fjörunni. Ég er t.d. alveg heillaður af skessujurtinni og er byrjaður að rækta hana heima í Altadena. Mér finnst líka mjög gaman að elda ekta Suðurríkja-„soul food“ og rétti ættaða frá New Orleans. Undanfarna mánuði hef ég verið að leika mér með ýmis krydd frá Armeníu en það er armenskur kjötkaupmaður í Altadena sem hefur verið að kenna mér að nota þau. Það skemmtilega við matargerð er að maður er stanslaust að uppgötva nýja hluti og læra eitthvað spennandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Friðgeir Helgason hefur starfað á nokkrum af bestu veitingastöðum New Orleans borgar í Bandaríkjunum síðustu tvo áratugina auk þess sem hann er afbragðs landslagsljósmyndari og hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og í Bandaríkjunum. Í dag og á morgun stendur hann fyrir „pop-up“ veitingastað á Coocoo’s Nest í Reykjavík þar sem hann mun bjóða upp á ekta New Orleans „soul food“ en heldur eftir það til Flateyjar, sem hann segir einn af yndislegustu stöðum jarðar, þar sem hann mun starfa sem yfirkokkur á Hótel Flatey í sumar. „Það verður frábært að komast aftur til Flateyjar í sumar og ég hlakka mikið til. Stórvinkona mín og meistarakokkur, Melissa Martin frá New Orleans, verður mér til aðstoðar í sumar en hún rekur eigið veitingahús í New Orleans sem er lokað á sumrin. Við stefnum að sjálfsögðu á að elda frábæran og spennandi mat og ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með heimsókn til okkar í sumar.“ Ævi Friðgeirs hefur því verið ansi viðburðarík en líf hans hefur svo sannarlega ekki alltaf verið dans á rósum. Botninum náði hann árið 2004 þegar hann var heimilislaus róni á götum Skid Row hverfisins í Los Angeles en með hjálp góðra manna náði hann að snúa baki við fyrri lífsstíl.Byrjaði i eldhúsi ömmu Friðgeir er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1966 en flutti upp á land í gosinu 1973 og ólst upp í Fellahverfinu í Breiðholti hjá afa sínum og ömmu. „Hún amma, þessi elska, var af gamla skólanum og allur matur var mauksoðinn og ofeldaður hjá henni. Fyrstu skref mín í eldhúsinu hjá henni voru að steikja pylsur með lauk og þegar ég var fjórtán ára fór ég á lúðu með pabba og var gerður að kokki. Ég man að við veiddum feitan og girnilegan karfa í beitu sem ég notaði einu sinni í matinn og var næstum því kjöldreginn fyrir að reyna að eitra fyrir áhöfninni með því að gefa þeim beitu í matinn.“Friðgeir (t.v.) snýr aftur til Flateyjar í sumar þar sem hann mun galdra fram girnilegar kræsingar í eldhúsi Hótels Flateyjar. Sjálfum finnst honum skemmtilegast að elda úr öllu því ferska hráefni sem hann fær beint úr Breiðafirðinum.Brenndi margar brýr Sem ungur maður var Friðgeir ekki endilega að stefna á kokkinn heldur lá áhugasvið hans víða. „Móðir mín flutti til Los Angeles árið 1986. Sama ár vann ég á netabát í Reykjavík í hundleiðinlegu haustveðri þar sem ekkert veiddist. Ég skrapp til mömmu um jólin og lenti í 25 stiga hita og sól og sneri ekki aftur. Fyrstu árin bjó ég í Los Angeles og var bara að gera hitt og þetta. Meðal annars sótti ég bæði um inngöngu í listaskóla í San Francisco og í kokkaskóla í New Orleans og fékk inngöngu í báða. Ég sló til og fór til New Orleans árið 1990.“ Í New Orleans var Friðgeir svo heppinn að fá vinnu á mjög góðu litlu veitingahúsi og í framhaldinu vann hann að eigin sögn á nokkrum af bestu veitingahúsum borgarinnar. „Á þessum tíma vann ég fyrir fjóra yfirkokka sem voru valdir Bestu nýju matreiðslumennirnir hjá því virta tímariti Food and Wine, meðan ég vann með þeim. Ég var á mjög góðri siglingu með að ná langt í bransanum í New Orleans en ég var mikil fyllibytta sem fylgir ansi oft þessari starfsstétt og brenndi margar brýr að baki mér. Þannig endaði ég sem heimilislaus róni í Los Angeles árið 2004.“ Milljón máltíðir á ári Eftir að hafa náð sér á strik aftur héldu frekari ævintýri af ýmsum toga áfram í lífi Friðgeirs. „Ég vann t.d. í eldhúsinu á Midnight Mission hjálparmiðstöðinni í Los Angeles þar sem við gáfum milljón máltíðir á ári til heimilislausra auk þess sem ég sótti ljósmyndaskóla þar árin 2006- 2008. Einnig vann ég sem einkakokkur á flottustu meðferðarheimilunum fyrir ríka og fræga fólkið og starfaði líka sem ráðgjafi í tvö ár.“ Eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans árið 2005 flutti Friðgeir aftur til borgarinnar og bjó þar næstu þrjú árin. „Þar vann ég á nokkrum nýjum veitingahúsum sem vinir mínir höfðu opnað og gat um leið lagað allar brýrnar sem ég hafði brennt í gamla daga. Á þessum tíma vann ég líka í nokkur sumur sem yfirkokkur á lúxusveitingastað í 3.000 metra hæð í Sierra Nevada fjöllunum í Kaliforníu þar sem maður þurfti stanslaust að passa upp á að bjarndýr kæmust ekki í rusl og aðrar leifar.“Eldhúsið er leikvöllur Friðgeirs.SpessiRisastór suðupottur Hann segir mikinn mun á Íslandi og Bandaríkjunum þegar kemur að hráefni og matargerð. Sá munur hafi þó minnkað mikið undanfarin ár með fjölgun útlendinga hér á landi sem komi með matarhefðir sínar í farteskinu. „Fiskurinn og lambið eru náttúrulega best á Íslandi en grænmetið er miklu betra og ódýrara í Bandaríkjunum auk þess sem allt annað kjöt en lambakjöt er miklu betra vestanhafs.“ Þó tekur hann fram að það sé óréttlátt að bera saman borg eins og Los Angeles með 18 milljónir íbúa og litla Ísland. „En það sem Ísland hefur náttúrulega fram að færa er hráefni sem er svo hreint og tært. Aftur á móti er Los Angeles sennilega mest spennandi matarborg heimsins enda einn risastór alþjóð- legur suðupottur.“ Hann segist mjög duglegur að þvælast um borgina og finna góð veitingahús frá ólíkum heimshornum. „Ég veit t.d. hvar allir bestu taco-trukkarnir eru staðsettir í borginni og þekki vel til góðra staða í San Gabriel Valley sem er stærsta kínahverfi heims utan Kína. Ekki má svo gleyma litlu Tókýó og Korea Town. Persónulega er ég miklu spenntari fyrir því sem er að gerast á litlu stöðunum og á götunum heldur en því sem er í gangi á þriggja stjörnu Michelin stöðunum.“ Algjör paradís Friðgeir er giftur Susan Bolles sem vinnur sem leikmyndahönnuður í sjónvarpi í Hollywood og er mjög klár listakona að hans sögn. „Við búum við rætur San Gabriel fjallanna, í Altadena, fyrir ofan Los Angeles þar sem við erum með sex appelsínutré og þrjú sítrónutré í garðinum. Þetta er algjör paradís. Við erum líka með stúdíó rétt hjá þar sem við bæði vinnum að listsköpun okkar þegar við erum ekki í vinnutörnum. Ég er mjög duglegur að þvælast um Bandaríkin með myndavélina og hef t.d. verið að vinna að myndaseríunni Sand snjór sem byggir á ljósmyndum úr eyðimörkinni og frá snjónum heima á Íslandi.“ Heillaður af skessujurtinni Undanfarin ár hefur veitingastöðum fjölgað mikið á höfuð- borgarsvæðinu, samfara auknum ferðamannastraumi. Hann segist hafa fylgst aðeins með þróuninni og finnst margt spennandi í gangi. „Það sem mér finnst svolítið áhugavert er að maturinn á dýrustu og flottustu veitingastöðunum á Íslandi er á sambærilegu verði við toppstaðina í Bandaríkjunum á meðan miðlungsstaðirnir eru aftur á móti fjórum sinnum dýrari.“ Sjálfum finnst honum skemmtilegast að elda úr öllu því ferska hráefni sem hann fær beint úr Breiðafirðinum þegar hann dvelur í Flatey. „Þar hef ég gert tilraunir með ýmislegt sem ég tíni á eyjunni og í fjörunni. Ég er t.d. alveg heillaður af skessujurtinni og er byrjaður að rækta hana heima í Altadena. Mér finnst líka mjög gaman að elda ekta Suðurríkja-„soul food“ og rétti ættaða frá New Orleans. Undanfarna mánuði hef ég verið að leika mér með ýmis krydd frá Armeníu en það er armenskur kjötkaupmaður í Altadena sem hefur verið að kenna mér að nota þau. Það skemmtilega við matargerð er að maður er stanslaust að uppgötva nýja hluti og læra eitthvað spennandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira