Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir skrifar 18. maí 2018 10:25 Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar