Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2018 05:30 Atlantsolía keyrir niður eldsneytisverð sitt í Kaplakrika og boðar lægsta verð landsins. Er lifandi markaður, segir fulltrúi Atlantsolíu. Vísir/Stefán „Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
„Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04
Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30
Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00