Haukar meistarar eftir níu ára langa bið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. maí 2018 08:00 Haukar fögnuðu vel og innilega í gær. Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“