Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. vísir/afp Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá og sagði að með því ákalli vildi Moon tryggja að yfirlýsingin fengi að standa burtséð frá því hvernig næstu kosningar færu. Kosið er um átta þingsæti í júní og gæti þá Frjáls Kórea (LKP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bætt við sig fylgi. Nokkur ágreiningur er um ágæti yfirlýsingarinnar á þinginu. Demókratar, flokkur Moon, sitja einir í minnihlutastjórn, og hafa því ekki nógu marga þingmenn til að fullgilda yfirlýsinguna einir síns liðs. LKP hefur aftur á móti lofað því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir fullgildingu yfirlýsingarinnar. Forsprakkar LKP hafa talað um fundinn með Kim sem leikrit. Sagt það sviðsett til að hjálpa Demókrötum í þing-, borgarstjóra og ríkisstjórakosningum júnímánaðar. Moon sagði hins vegar að fullgilding þingsins á yfirlýsingunni væri nauðsynleg, ekki ætti að gera svo mikilvægt mál að pólitísku deilumáli. Á meðal þeirra mála sem Kim og Moon komust að samkomulagi um var að vinna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, að semja loksins um frið í Kóreustríðinu og að gera hin vígbúnu landamæri að friðarstað. Í takt við síðastnefnda markmiðið tilkynnti suðurkóreski herinn að allir hátalarar hans á landamærunum, sem hafa varpað út áróðri yfir landamærin, verði fjarlægðir á næstunni. Slökkt var á hátölurunum í aðdraganda fundar Kim og Moon í Panmunjom. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá og sagði að með því ákalli vildi Moon tryggja að yfirlýsingin fengi að standa burtséð frá því hvernig næstu kosningar færu. Kosið er um átta þingsæti í júní og gæti þá Frjáls Kórea (LKP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bætt við sig fylgi. Nokkur ágreiningur er um ágæti yfirlýsingarinnar á þinginu. Demókratar, flokkur Moon, sitja einir í minnihlutastjórn, og hafa því ekki nógu marga þingmenn til að fullgilda yfirlýsinguna einir síns liðs. LKP hefur aftur á móti lofað því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir fullgildingu yfirlýsingarinnar. Forsprakkar LKP hafa talað um fundinn með Kim sem leikrit. Sagt það sviðsett til að hjálpa Demókrötum í þing-, borgarstjóra og ríkisstjórakosningum júnímánaðar. Moon sagði hins vegar að fullgilding þingsins á yfirlýsingunni væri nauðsynleg, ekki ætti að gera svo mikilvægt mál að pólitísku deilumáli. Á meðal þeirra mála sem Kim og Moon komust að samkomulagi um var að vinna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, að semja loksins um frið í Kóreustríðinu og að gera hin vígbúnu landamæri að friðarstað. Í takt við síðastnefnda markmiðið tilkynnti suðurkóreski herinn að allir hátalarar hans á landamærunum, sem hafa varpað út áróðri yfir landamærin, verði fjarlægðir á næstunni. Slökkt var á hátölurunum í aðdraganda fundar Kim og Moon í Panmunjom.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58