Fótbolti

„Ekki séð Bayern spila svona vel í mörg ár“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heynckes á hliðarlínunni í kvöld
Heynckes á hliðarlínunni í kvöld vísir/getty
Jupp Heynckes, knattspyrnustjóri Bayern München, var sáttur með sína menn þrátt fyrir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu eftir jafntefli við Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á Spáni í kvöld.

„Við erum mjög vonsviknir. Liðið mitt spilaði framúrskarandi leik. Ég hef ekki séð Bayern spila svona vel í mörg ár,“ sagði Heynckes eftir leikinn í kvöld sem endaði í 2-2 jafntefli og fór Real áfram á 4-3 samanlögðum sigri.

Bayern byrjaði seinni hálfleikinn hræðilega, eftir að staðan var 1-1 í leikhléi, þegar markvörðurinn Sven Ulreich gerði sig sekan um slæm mistök sem gerðu Karim Benzema kleift að skora auðvelt mark.

„Þú getur ekki gert svona mistök í leikjum af þessum gæðaflokki.“

„Við spiluðum frábærlega. Ég held að við höfum verið betra liðið í þessum tveimur leikjum, en eins og svo oft áður í fótbolta þá réðu lítil smáatriði úrslitum,“ sagði Jupp Heynckes.


Tengdar fréttir

Sjáðu mistök Ulreich sem kostuðu Bayern sigurinn

Karem Benzema skoraði bæði mörk Real Madrid í jafnteflinu við Bayern München sem skilaði Real í þriðja úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í röð. Benzema getur þó þakkað markverði Bayern fyrir seinna markið.

Real í þriðja úrslitaleikinn í röð

Real Madrid mun spila til úrslita í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og freistar þess að verða fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð eftir að hafa haft betur gegn Bayern München í undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×