Cleveland stal fyrsta sigrinum í Toronto Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 06:55 LeBron og félagar tóku sigur í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit. Enn og aftur átti LeBron James stórleik í liði Cleveland. Hann var með 26 stig og tók 11 fráköst með 13 stoðsendingum sem gera þrefalda tvennu og var það í 21. skipti á ferlinum sem James nær í þrefalda tvennu í úrslitakeppni NBA. Skotnýting hans var hins vegar ekki svo góð, aðeins með einn þrist í átta tilraunum og samtals 12 af 30 skotum. Sjálfur sagði hann þetta vera einn versta leik sinn á tímabilinu. Liðsfélagar hans voru hins vegar iðnari við stigasöfnunina en oft áður J.R. Smith og Kyle Korver lögðu sitt til málanna í nótt með 20 og 19 stigum hvor og Tristan Thompson setti 14 stig með 12 fráköstum. Staðan í hálfleik var 60-57 eftir að Toronto hafði leitt með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var leikurinn frekar jafn en Toronto komst aftur upp í tíu stiga mun snemma í fjórða leikhluta. Cleveland náði að koma til baka og jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar hefði Fred VanVleet geta tryggt Toronto sigurinn en þriggja stiga skot hans fór ekki ofan í þegar 3.4 sekúndur voru eftir og Cavaliers fór með 112-113 sigur. LeBron og félagar hafa slegið Toronto út í úrslitakeppninni síðustu tvö ár í röð og stálu nú fyrsta sigrinum á heimavelli Raptors.LeBron James (26 PTS, 13 AST, 11 REB) posts his 2nd triple-double of the #NBAPlayoffs to fuel the @cavs in Game 1! #WhateverItTakespic.twitter.com/EzQZWoR7nd — NBA (@NBA) May 2, 2018 Jeff Green tossed it up to LeBron James on the in-bounds alley-oop for tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/vVwBFDnHSw — NBA (@NBA) May 2, 2018 Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors sem mætti New Orleans Pelicans í nótt og var hann búinn að vera á vellinum í 11 sekúndur þegar hann setti fyrsta þriggja stiga skotið niður. Hann skoraði samtals 28 stig í leiknum sem var hans fyrsti í nærri sex vikur vegna hnémeiðsla. Kevin Durant setti 29 stig fyrir Warriors, þar af mikilvægt þriggja stiga skot þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum, og tók sex fráköst og sjö stoðsendingar. Draymond Green var með 20 stig fyrir meistarana. Golden State vann leikinn með fimm stigum, 121-116, en sigurinn var aldrei öruggur. Staðan í einvíginu er nú 2-0 fyrir Golden State en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara áfram í úrslit vesturdeildar.Stephen Curry puts up 28 PTS, 5 3PM off the bench for the @warriors in his return to #NBAPlayoffs action! #DubNationpic.twitter.com/uI2ozmiWbl — NBA (@NBA) May 2, 2018 The BEST of @warriors 36 ASSISTS in Game 2! #NBAPlayoffs (Their 36 AST-to-43 FG is the second-highest AST-to-FG ratio in Warriors postseason history. On March 22, 1952 they assisted on 26-of-30 field goals-86.7%) pic.twitter.com/JyUdpDjhtQ — NBA (@NBA) May 2, 2018 NBA Tengdar fréttir Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00 Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit. Enn og aftur átti LeBron James stórleik í liði Cleveland. Hann var með 26 stig og tók 11 fráköst með 13 stoðsendingum sem gera þrefalda tvennu og var það í 21. skipti á ferlinum sem James nær í þrefalda tvennu í úrslitakeppni NBA. Skotnýting hans var hins vegar ekki svo góð, aðeins með einn þrist í átta tilraunum og samtals 12 af 30 skotum. Sjálfur sagði hann þetta vera einn versta leik sinn á tímabilinu. Liðsfélagar hans voru hins vegar iðnari við stigasöfnunina en oft áður J.R. Smith og Kyle Korver lögðu sitt til málanna í nótt með 20 og 19 stigum hvor og Tristan Thompson setti 14 stig með 12 fráköstum. Staðan í hálfleik var 60-57 eftir að Toronto hafði leitt með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var leikurinn frekar jafn en Toronto komst aftur upp í tíu stiga mun snemma í fjórða leikhluta. Cleveland náði að koma til baka og jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar hefði Fred VanVleet geta tryggt Toronto sigurinn en þriggja stiga skot hans fór ekki ofan í þegar 3.4 sekúndur voru eftir og Cavaliers fór með 112-113 sigur. LeBron og félagar hafa slegið Toronto út í úrslitakeppninni síðustu tvö ár í röð og stálu nú fyrsta sigrinum á heimavelli Raptors.LeBron James (26 PTS, 13 AST, 11 REB) posts his 2nd triple-double of the #NBAPlayoffs to fuel the @cavs in Game 1! #WhateverItTakespic.twitter.com/EzQZWoR7nd — NBA (@NBA) May 2, 2018 Jeff Green tossed it up to LeBron James on the in-bounds alley-oop for tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/vVwBFDnHSw — NBA (@NBA) May 2, 2018 Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors sem mætti New Orleans Pelicans í nótt og var hann búinn að vera á vellinum í 11 sekúndur þegar hann setti fyrsta þriggja stiga skotið niður. Hann skoraði samtals 28 stig í leiknum sem var hans fyrsti í nærri sex vikur vegna hnémeiðsla. Kevin Durant setti 29 stig fyrir Warriors, þar af mikilvægt þriggja stiga skot þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum, og tók sex fráköst og sjö stoðsendingar. Draymond Green var með 20 stig fyrir meistarana. Golden State vann leikinn með fimm stigum, 121-116, en sigurinn var aldrei öruggur. Staðan í einvíginu er nú 2-0 fyrir Golden State en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara áfram í úrslit vesturdeildar.Stephen Curry puts up 28 PTS, 5 3PM off the bench for the @warriors in his return to #NBAPlayoffs action! #DubNationpic.twitter.com/uI2ozmiWbl — NBA (@NBA) May 2, 2018 The BEST of @warriors 36 ASSISTS in Game 2! #NBAPlayoffs (Their 36 AST-to-43 FG is the second-highest AST-to-FG ratio in Warriors postseason history. On March 22, 1952 they assisted on 26-of-30 field goals-86.7%) pic.twitter.com/JyUdpDjhtQ — NBA (@NBA) May 2, 2018
NBA Tengdar fréttir Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00 Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00
Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30