Weinstein hótaði að ráða Tarantino til að leikstýra Hringadróttinssögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2018 13:26 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og leikstjórinn Quentin Tarantino ásamt leikkonunni Golshifteh Farahani. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum. Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum.
Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42
Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40