Gufurnar Lára G. Sigurðardóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun