„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2018 19:30 Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið í dag skilaði engri niðurstöðu. Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. Níundi samningafundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Samninganefnd ljósmæðra var vel fagnað þegar hún mætti til fundarins en hópur fólks tók á móti samningsaðilum þegar þeir mættu í karphúsið. Sjálfar mættu ljósmæður í bolum með áletruninni „Eign ríkisins.“ „Við fengum alveg skýrt orð um það í bréfi frá fjármálaráðherra um að við ættum að hlýða og vinna þegar við vorum að tala um að vinna ekki yfirvinnu,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir ljósmóðir. „Það var sagt eiginlega næstum því berum orðum að við værum eign ríkisins.“Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórFundinum lauk um klukkan fjögur en skilaði engri niðurstöðu. Boðað hefur verið til næsta fundar þann 16. maí. „Það var samtal, þeir buðu okkur ekki neitt, það var ekkert sett fram en við áttum samtal sem að svo sem hefur átt sér stað líka á síðasta fundi og er svona skref í rétta átt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp og mun láta af störfum ef ekki tekst að semja. Katrín kveðst óttast það verulega að fleiri bætist í hópinn. „Þetta er hræðileg staða og hræðileg þróun, þannig að það er gríðarlegur þrýstingur á að það fari að koma lausn í þessu máli af því bara eins og hefur alltaf verið þá er alltaf stór hluti sem að skilar sér ekki aftur inn í stéttina og stéttin er það lítil að við höfum ekki bolmagn til að bera það,“ segir Katrín.Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lýsir einnig yfir miklum áhyggjum vegna þessa. „Því miður, þetta er eins og slys sem að maður horfir á í hægri sýningu, vegna þess að maður veit það að það er ákveðinn hópur sem er að hætta eftir tvo mánuði, eftir þrjá mánuði og svo framvegis, þannig að við höfum ráðrúm til að undirbúa okkur. Það verður samt að segja að það er ekkert hægt að undirbúa það að jafn mikilvæg fagstétt hverfi að verulegu leiti úr starfi, þannig að við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda og ég geri nú ráð fyrir að deiluaðilar muni ná sáttum sem fyrst. Ég hvet þá til þess,“ segir Páll.Stjórnendur Facebook-hópsins Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum mættu færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag.Mættu með bakkelsi á vaktina Þá mættu stjórnendur Facebook-hópsins „Mæður & feður standa með ljósmæðrum” færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag með kökur og brauðmeti til ljósmæðra. Sætar syndir og Brauð & co lögðu til bakkelsið að sögn Írisar Tönju Í. Flygenring, eins forsprakka hópsins, en yfir 18 þúsund manns eru skráðir í hópinn á Facebook. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið í dag skilaði engri niðurstöðu. Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. Níundi samningafundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Samninganefnd ljósmæðra var vel fagnað þegar hún mætti til fundarins en hópur fólks tók á móti samningsaðilum þegar þeir mættu í karphúsið. Sjálfar mættu ljósmæður í bolum með áletruninni „Eign ríkisins.“ „Við fengum alveg skýrt orð um það í bréfi frá fjármálaráðherra um að við ættum að hlýða og vinna þegar við vorum að tala um að vinna ekki yfirvinnu,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir ljósmóðir. „Það var sagt eiginlega næstum því berum orðum að við værum eign ríkisins.“Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórFundinum lauk um klukkan fjögur en skilaði engri niðurstöðu. Boðað hefur verið til næsta fundar þann 16. maí. „Það var samtal, þeir buðu okkur ekki neitt, það var ekkert sett fram en við áttum samtal sem að svo sem hefur átt sér stað líka á síðasta fundi og er svona skref í rétta átt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp og mun láta af störfum ef ekki tekst að semja. Katrín kveðst óttast það verulega að fleiri bætist í hópinn. „Þetta er hræðileg staða og hræðileg þróun, þannig að það er gríðarlegur þrýstingur á að það fari að koma lausn í þessu máli af því bara eins og hefur alltaf verið þá er alltaf stór hluti sem að skilar sér ekki aftur inn í stéttina og stéttin er það lítil að við höfum ekki bolmagn til að bera það,“ segir Katrín.Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lýsir einnig yfir miklum áhyggjum vegna þessa. „Því miður, þetta er eins og slys sem að maður horfir á í hægri sýningu, vegna þess að maður veit það að það er ákveðinn hópur sem er að hætta eftir tvo mánuði, eftir þrjá mánuði og svo framvegis, þannig að við höfum ráðrúm til að undirbúa okkur. Það verður samt að segja að það er ekkert hægt að undirbúa það að jafn mikilvæg fagstétt hverfi að verulegu leiti úr starfi, þannig að við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda og ég geri nú ráð fyrir að deiluaðilar muni ná sáttum sem fyrst. Ég hvet þá til þess,“ segir Páll.Stjórnendur Facebook-hópsins Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum mættu færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag.Mættu með bakkelsi á vaktina Þá mættu stjórnendur Facebook-hópsins „Mæður & feður standa með ljósmæðrum” færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag með kökur og brauðmeti til ljósmæðra. Sætar syndir og Brauð & co lögðu til bakkelsið að sögn Írisar Tönju Í. Flygenring, eins forsprakka hópsins, en yfir 18 þúsund manns eru skráðir í hópinn á Facebook.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44