Útrýmum kynbundnum launamun Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar