Útrýmum kynbundnum launamun Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar