Skóli án aðgreiningar er ekki að virka fyrir öll börn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. maí 2018 07:13 Allt of oft berast fréttir af slæmri líðan og gengi barna í grunnskólum landsins og að árangur íslenskra nemenda sé áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Sú niðurstaða að rúmlega 30% drengja útskrifast úr grunnskóla illa læsir eða með lélegan lesskilning er t.d. ekki ásættanleg. Sumum nemendum líður svo illa í skólanum að þeir geta ekki beðið eftir að útskrifast. Þau kvarta yfir of miklum hávaða í bekknum og eiga erfitt með að einbeita sér. Mörg segjast ekki skilja námsefni eða ná ekki fyrirmælum. Sumum er strítt, þau lögð í einelti og margir krakkar segjast ekki eiga neina vini. Í þessu samhengi má spyrja, er skólinn í núverandi mynd að virka? Í lögum um grunnskóla og í aðalnámsskrá er skýrt tekið fram að nemendur eigi rétt á að fá námsþarfir sínar uppfylltar í almennum skóla án aðgreiningar og án tillits til líkamlegrar eða andlegrar getu (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Flokkur fólksins telur að ekki allir nemendur séu að fá námsþarfir sínar uppfylltar án tillits til færni og getu. Í því sambandi má nefna börn sem hneigjast til verklegs náms. Val í verknámi er takmarkað og því lítið svigrúm til að rækta fjölbreyttari færni á því sviði. Þau börn sem finna sig ekki í núverandi fyrirkomulagi eiga á hættu að brotna niður því þau upplifa sig ýmist vera ómöguleg eða týnd. Vanlíðan barna er ekki kennurum að kenna heldur mikið frekar sá þröngi stakkur sem þeim er gert að vinna samkvæmt. Flokkur fólksins vill að hlustað sé betur á foreldra og fólkið á gólfinu. Leggja þarf allt kapp á að að skólar fái frelsi til að þróa fjölbreytni í námsvali, ólíkar leiðir í gegnum námið og fjölbreyttar námsaðstæður. Börn eiga að geta farið á sínum hraða í gegnum námið og hafa meira val þegar kemur að verklegum og skapandi þáttum. Það sem er öllum börnum sameiginlegt er að þau þarfnast umhyggju, hlýju og hvatningar. Þau þarfnast samveru, öryggis og vináttu. Sérhver einstaklingur þarf að fá að vera hann sjálfur í hópi jafningja. Endurskoða þarf núverandi kerfi skóla án aðgreiningar. Ekki dugar að vera sammála um stóru drættina þegar ljóst er að okkur er að mistakast. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins ávallt í fyrirrúmi. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt of oft berast fréttir af slæmri líðan og gengi barna í grunnskólum landsins og að árangur íslenskra nemenda sé áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Sú niðurstaða að rúmlega 30% drengja útskrifast úr grunnskóla illa læsir eða með lélegan lesskilning er t.d. ekki ásættanleg. Sumum nemendum líður svo illa í skólanum að þeir geta ekki beðið eftir að útskrifast. Þau kvarta yfir of miklum hávaða í bekknum og eiga erfitt með að einbeita sér. Mörg segjast ekki skilja námsefni eða ná ekki fyrirmælum. Sumum er strítt, þau lögð í einelti og margir krakkar segjast ekki eiga neina vini. Í þessu samhengi má spyrja, er skólinn í núverandi mynd að virka? Í lögum um grunnskóla og í aðalnámsskrá er skýrt tekið fram að nemendur eigi rétt á að fá námsþarfir sínar uppfylltar í almennum skóla án aðgreiningar og án tillits til líkamlegrar eða andlegrar getu (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Flokkur fólksins telur að ekki allir nemendur séu að fá námsþarfir sínar uppfylltar án tillits til færni og getu. Í því sambandi má nefna börn sem hneigjast til verklegs náms. Val í verknámi er takmarkað og því lítið svigrúm til að rækta fjölbreyttari færni á því sviði. Þau börn sem finna sig ekki í núverandi fyrirkomulagi eiga á hættu að brotna niður því þau upplifa sig ýmist vera ómöguleg eða týnd. Vanlíðan barna er ekki kennurum að kenna heldur mikið frekar sá þröngi stakkur sem þeim er gert að vinna samkvæmt. Flokkur fólksins vill að hlustað sé betur á foreldra og fólkið á gólfinu. Leggja þarf allt kapp á að að skólar fái frelsi til að þróa fjölbreytni í námsvali, ólíkar leiðir í gegnum námið og fjölbreyttar námsaðstæður. Börn eiga að geta farið á sínum hraða í gegnum námið og hafa meira val þegar kemur að verklegum og skapandi þáttum. Það sem er öllum börnum sameiginlegt er að þau þarfnast umhyggju, hlýju og hvatningar. Þau þarfnast samveru, öryggis og vináttu. Sérhver einstaklingur þarf að fá að vera hann sjálfur í hópi jafningja. Endurskoða þarf núverandi kerfi skóla án aðgreiningar. Ekki dugar að vera sammála um stóru drættina þegar ljóst er að okkur er að mistakast. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins ávallt í fyrirrúmi. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun