Sveitarstjórnarmenn hætta í hrönnum eftir kjörtímabilið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2018 20:45 Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39