Allt undir í Vallaskóla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2018 08:00 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið frá FH eftir tímabilið, ásamt öðrum. Vísir/Anton Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða FH sem mætir ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-2 en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Leikirnir fjórir hafa allir verið jafnir og úrslit tveggja þeirra hafa ráðist í framlengingu. Staðan í einvíginu, þegar úrslit leikjanna fjögurra eru lögð saman, er 141-138, FH-ingum í vil. Mikil og góð stemning hefur verið á leikjunum í einvíginu og það verður væntanlega engin breyting þar á í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Vallaskóla á Selfossi sem er langt því frá það stærsta á landinu. Þar er pláss fyrir 740 áhorfendur og seldist upp áður en forsalan hófst í gær. Verður sérstakt Fan-Zone sett upp í höllinni fyrir þá aðdáendur sem ekki fengu miða. . „FH-ingar áttu rétt á því í oddaleik að fá helminginn af miðunum,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Fréttablaðið. Bíóhúsið á Selfossi ætlar að koma til móts við þá sem fá ekki miða með því að sýna beint frá leiknum. Þar komast 118 manns fyrir. Í Kaplakrika koma svo iðkendur í yngri flokkum FH saman til að horfa á leikinn.Ótrúlegur Einar Einar Sverrisson hefur farið hamförum í einvíginu gegn FH. Hann skoraði 11 mörk í fyrstu þremur leikjunum og í fjórða leiknum var hann með 13 mörk. Allt í allt hefur Einar því skorað 46 mörk í einvíginu og er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður þess. Hann hefur nýtt 16 af 18 vítaköstum sem hann hefur tekið. Elvar Örn Jónsson hefur hins vegar haft nokkuð hægt um sig í einvíginu og aðeins skorað 12 mörk. Selfoss á hann því enn inni. Selfyssingar voru klaufar að klára ekki einvígið í fjórða leiknum í Kaplakrika á laugardaginn. Þrátt fyrir það geta þeir ágætlega við unað að vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu slök markvarslan hjá þeim hefur verið. Sölvi Ólafsson varði vel í þriðja leiknum en annars hefur markvarslan verið döpur.Vilja ekki kveðja í kvöld Leikurinn í kvöld gæti verið síðasti leikur Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í búningi FH, allavega í bili, en hann er sem kunnugt er á leið til þýska stórliðsins Kiel í sumar. Þrír aðrir lykilmenn FH fara einnig út í atvinnumennsku eftir tímabilið; Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Hvernig sem fer í kvöld, þá er ljóst að FH mætir með breytt lið til leiks á næsta tímabili. Einvígið gegn Selfossi byrjaði skelfilega fyrir Gísla en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 22 mínútur í fyrsta leiknum á Selfossi. Hann lét það ekki á sig fá og skoraði 13 mörk í öðrum leiknum í Krikanum. Í fjórða leiknum skoraði Gísli svo átta mörk og gaf 14 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson gæti einnig leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í kvöld en hann er búinn að semja við Svíþjóðarmeistara Kristianstad.Sá fyrsti í rúma tvo áratugi Tuttugu og tvö ár eru síðan Selfoss lék síðast oddaleik í úrslitakeppni. Árið 1996 mætti Selfoss deildarmeisturum KA í oddaleik í 8-liða úrslitum og þurfti að sætta sig við tap, 27-21. Selfyssingar léku alls fimm oddaleiki í úrslitakeppninni á árunum 1992-96; unnu þrjá og töpuðu tveimur. FH hefur leikið 15 oddaleiki frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1992. Sigrarnir eru átta og töpin sjö. FH-ingar hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm oddaleikjum sínum. Sá sigur kom gegn Fram í undanúrslitum 2011, 32-21. FH varð Íslandsmeistari um vorið. Selfoss og FH hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrslitakeppninni. Það var í lokaúrslitum 1992 þar sem FH-ingar höfðu betur, 3-1. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Vallaskóla, 25-28. Spilandi þjálfari FH á þessum tíma var Kristján Arason, faðir áðurnefnds Gísla Þorgeirs. Leikstjórnandi Selfoss var Einar Guðmundsson, íþróttastjóri HSÍ, þjálfari B-landsliðs karla og faðir Teits. Árið 1992 er í eina skiptið sem Selfoss hefur komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH hefur hins vegar sex sinnum komist í úrslit Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða FH sem mætir ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-2 en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Leikirnir fjórir hafa allir verið jafnir og úrslit tveggja þeirra hafa ráðist í framlengingu. Staðan í einvíginu, þegar úrslit leikjanna fjögurra eru lögð saman, er 141-138, FH-ingum í vil. Mikil og góð stemning hefur verið á leikjunum í einvíginu og það verður væntanlega engin breyting þar á í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Vallaskóla á Selfossi sem er langt því frá það stærsta á landinu. Þar er pláss fyrir 740 áhorfendur og seldist upp áður en forsalan hófst í gær. Verður sérstakt Fan-Zone sett upp í höllinni fyrir þá aðdáendur sem ekki fengu miða. . „FH-ingar áttu rétt á því í oddaleik að fá helminginn af miðunum,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Fréttablaðið. Bíóhúsið á Selfossi ætlar að koma til móts við þá sem fá ekki miða með því að sýna beint frá leiknum. Þar komast 118 manns fyrir. Í Kaplakrika koma svo iðkendur í yngri flokkum FH saman til að horfa á leikinn.Ótrúlegur Einar Einar Sverrisson hefur farið hamförum í einvíginu gegn FH. Hann skoraði 11 mörk í fyrstu þremur leikjunum og í fjórða leiknum var hann með 13 mörk. Allt í allt hefur Einar því skorað 46 mörk í einvíginu og er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður þess. Hann hefur nýtt 16 af 18 vítaköstum sem hann hefur tekið. Elvar Örn Jónsson hefur hins vegar haft nokkuð hægt um sig í einvíginu og aðeins skorað 12 mörk. Selfoss á hann því enn inni. Selfyssingar voru klaufar að klára ekki einvígið í fjórða leiknum í Kaplakrika á laugardaginn. Þrátt fyrir það geta þeir ágætlega við unað að vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu slök markvarslan hjá þeim hefur verið. Sölvi Ólafsson varði vel í þriðja leiknum en annars hefur markvarslan verið döpur.Vilja ekki kveðja í kvöld Leikurinn í kvöld gæti verið síðasti leikur Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í búningi FH, allavega í bili, en hann er sem kunnugt er á leið til þýska stórliðsins Kiel í sumar. Þrír aðrir lykilmenn FH fara einnig út í atvinnumennsku eftir tímabilið; Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Hvernig sem fer í kvöld, þá er ljóst að FH mætir með breytt lið til leiks á næsta tímabili. Einvígið gegn Selfossi byrjaði skelfilega fyrir Gísla en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 22 mínútur í fyrsta leiknum á Selfossi. Hann lét það ekki á sig fá og skoraði 13 mörk í öðrum leiknum í Krikanum. Í fjórða leiknum skoraði Gísli svo átta mörk og gaf 14 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson gæti einnig leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í kvöld en hann er búinn að semja við Svíþjóðarmeistara Kristianstad.Sá fyrsti í rúma tvo áratugi Tuttugu og tvö ár eru síðan Selfoss lék síðast oddaleik í úrslitakeppni. Árið 1996 mætti Selfoss deildarmeisturum KA í oddaleik í 8-liða úrslitum og þurfti að sætta sig við tap, 27-21. Selfyssingar léku alls fimm oddaleiki í úrslitakeppninni á árunum 1992-96; unnu þrjá og töpuðu tveimur. FH hefur leikið 15 oddaleiki frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1992. Sigrarnir eru átta og töpin sjö. FH-ingar hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm oddaleikjum sínum. Sá sigur kom gegn Fram í undanúrslitum 2011, 32-21. FH varð Íslandsmeistari um vorið. Selfoss og FH hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrslitakeppninni. Það var í lokaúrslitum 1992 þar sem FH-ingar höfðu betur, 3-1. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Vallaskóla, 25-28. Spilandi þjálfari FH á þessum tíma var Kristján Arason, faðir áðurnefnds Gísla Þorgeirs. Leikstjórnandi Selfoss var Einar Guðmundsson, íþróttastjóri HSÍ, þjálfari B-landsliðs karla og faðir Teits. Árið 1992 er í eina skiptið sem Selfoss hefur komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH hefur hins vegar sex sinnum komist í úrslit
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira