Fyrsta stiklan úr Kona fer í stríð Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:45 Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki sínu í kvikmyndinni. „Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013. Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013.
Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49