Langdregin fæðing Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 19:37 Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar