Úrræði fyrir börn í fíknivanda Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. apríl 2018 07:00 Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun