Blaðamennirnir leiddir í gildru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Meðferð blaðamanna Reuters hefur verið mótmælt. Vísir/AFP Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. Þeir ættu að lokka þá á veitingastað með því að lofa þeim leyniskjölum og svo handtaka þá. Þetta fullyrti lögreglustjórinn Moe Yan Naing í skýrslutöku fyrir dómi í máli gegn Reuters-blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í gær. Réttarhöldin yfir Lone og Oo hafa staðið yfir frá því í janúar en blaðamennirnir eru ákærðir fyrir að brjóta upplýsingalög. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm en umfjöllunin sem þeir unnu að snerist um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Blaðamennirnir höfðu sagt frá því að þeir hefðu verið handteknir sekúndum eftir að þeir fengu skjölin í hendurnar. Lögreglumennirnir tveir sem handtóku Lone og Oo hafa ekki enn borið vitni í málinu. Myo Thu Soe, ofursti og talsmaður lögreglunnar, sagði vitnisburð Naing byggðan á tilfinningum lögreglustjórans. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að frásögnin væri sönn. Amal Clooney, einn verjenda blaðamannanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ákæruvaldið ætti að fella niður ákæru sína. Annars myndi dómari vísa málinu frá. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00 Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. Þeir ættu að lokka þá á veitingastað með því að lofa þeim leyniskjölum og svo handtaka þá. Þetta fullyrti lögreglustjórinn Moe Yan Naing í skýrslutöku fyrir dómi í máli gegn Reuters-blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í gær. Réttarhöldin yfir Lone og Oo hafa staðið yfir frá því í janúar en blaðamennirnir eru ákærðir fyrir að brjóta upplýsingalög. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm en umfjöllunin sem þeir unnu að snerist um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Blaðamennirnir höfðu sagt frá því að þeir hefðu verið handteknir sekúndum eftir að þeir fengu skjölin í hendurnar. Lögreglumennirnir tveir sem handtóku Lone og Oo hafa ekki enn borið vitni í málinu. Myo Thu Soe, ofursti og talsmaður lögreglunnar, sagði vitnisburð Naing byggðan á tilfinningum lögreglustjórans. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að frásögnin væri sönn. Amal Clooney, einn verjenda blaðamannanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ákæruvaldið ætti að fella niður ákæru sína. Annars myndi dómari vísa málinu frá.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00 Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00
Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00
Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00