Rauði þráður Reykjavíkur Hildur Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2018 07:00 Ilmurinn er lokkandi. Hann fyllir vitin og freistar. Dáleiðir íbúana í biðröðinni. Nýbakað brauð og dísætir snúðar. Skilvirk röðin er engum til ama. Þar mætist fólk og á samskipti. Einn gengur leiðar sinnar í eril kjörbúðar. Annar á stefnumót við kaffibolla. Þriðji sækir heimilisprýði til blómasala. Börn með ísbráð í munnvikum þeysast um hverfið. Örugg og óhrædd. Fólk mætist. Fólk á samskipti. Þetta er hverfið mitt. Vesturbærinn í Reykjavík. Sjálfbært hverfi með öfluga nærþjónustu. Þar skríður fólk úr híðinu. Hverfið verður hluti heimilisins. Fólk fórnar fermetrum fyrir líflegt nærsamfélag – enda smærri búsetukostir ráðandi í sjálfbærum hverfum. Þéttleiki styður við blómlega þjónustukjarna – því verslun og þjónusta þarfnast fólksfjölda. Mörg hverfi Reykjavíkur eru einangruð. Byggðin dreifð og samgöngur erfiðar. Skipulag sem styður illa við verslun. Þjónusta illfær þeim fótgangandi. Hverfi þar sem fólk þekkir bíl nágrannans betur en nágrannann sjálfan. Hverfi sem skortir mannlíf. Reykjavík þarf fleiri sjálfbær hverfi. Lifandi hverfi sem draga íbúa úr fylgsnum sínum. Eitt lítillátt kaffihús kemur einangruðum úr húsi. Það er mikilvægt – enda lífsnauðsyn mannlegra samskipta margsönnuð. Mikilvægi þess að draga úr einsemd og félagslegri einangrun. Þannig ætti forgrunnur alls skipulags – rauði þráður Reykjavíkur – að vera samskipti. Borgarskipulag hefur áhrif á lífsgæði. Það er samofið lýðheilsu og fjölbreyttum félagslegum þáttum. Við þurfum hverfi sem styðja við samskipti ólíkra þjóðfélagshópa. Úr öllum þjóðfélagsþrepum. Ungra sem aldinna. Við þurfum hverfi þar sem fólk sækir verslun og þjónustu. Þar sem fólk mætist og þekkist. Hverfi sem ekki aðallega er gott að yfirgefa – heldur hverfi þar sem aðallega er gott að dvelja. Ég vil Reykjavík sem býður frelsi og val. Höfuðborg í forystu um grænar og vistvænar lausnir. Fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Reykjavík sem mætir alls kyns þörfum. Sjálfbær hverfi með öflugri nærþjónustu. Borg sem dregur úr einsemd og félagslegri einangrun. Borgarskipulag sem stuðlar að samskiptum. Reykjavík sem bannar minna og leyfir meira – styður við framtakssemi og fagnar hugmyndaauðgi. Borg sem setur mannlíf í forgrunn. Reykjavík þar sem fólki líður vel.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ilmurinn er lokkandi. Hann fyllir vitin og freistar. Dáleiðir íbúana í biðröðinni. Nýbakað brauð og dísætir snúðar. Skilvirk röðin er engum til ama. Þar mætist fólk og á samskipti. Einn gengur leiðar sinnar í eril kjörbúðar. Annar á stefnumót við kaffibolla. Þriðji sækir heimilisprýði til blómasala. Börn með ísbráð í munnvikum þeysast um hverfið. Örugg og óhrædd. Fólk mætist. Fólk á samskipti. Þetta er hverfið mitt. Vesturbærinn í Reykjavík. Sjálfbært hverfi með öfluga nærþjónustu. Þar skríður fólk úr híðinu. Hverfið verður hluti heimilisins. Fólk fórnar fermetrum fyrir líflegt nærsamfélag – enda smærri búsetukostir ráðandi í sjálfbærum hverfum. Þéttleiki styður við blómlega þjónustukjarna – því verslun og þjónusta þarfnast fólksfjölda. Mörg hverfi Reykjavíkur eru einangruð. Byggðin dreifð og samgöngur erfiðar. Skipulag sem styður illa við verslun. Þjónusta illfær þeim fótgangandi. Hverfi þar sem fólk þekkir bíl nágrannans betur en nágrannann sjálfan. Hverfi sem skortir mannlíf. Reykjavík þarf fleiri sjálfbær hverfi. Lifandi hverfi sem draga íbúa úr fylgsnum sínum. Eitt lítillátt kaffihús kemur einangruðum úr húsi. Það er mikilvægt – enda lífsnauðsyn mannlegra samskipta margsönnuð. Mikilvægi þess að draga úr einsemd og félagslegri einangrun. Þannig ætti forgrunnur alls skipulags – rauði þráður Reykjavíkur – að vera samskipti. Borgarskipulag hefur áhrif á lífsgæði. Það er samofið lýðheilsu og fjölbreyttum félagslegum þáttum. Við þurfum hverfi sem styðja við samskipti ólíkra þjóðfélagshópa. Úr öllum þjóðfélagsþrepum. Ungra sem aldinna. Við þurfum hverfi þar sem fólk sækir verslun og þjónustu. Þar sem fólk mætist og þekkist. Hverfi sem ekki aðallega er gott að yfirgefa – heldur hverfi þar sem aðallega er gott að dvelja. Ég vil Reykjavík sem býður frelsi og val. Höfuðborg í forystu um grænar og vistvænar lausnir. Fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Reykjavík sem mætir alls kyns þörfum. Sjálfbær hverfi með öflugri nærþjónustu. Borg sem dregur úr einsemd og félagslegri einangrun. Borgarskipulag sem stuðlar að samskiptum. Reykjavík sem bannar minna og leyfir meira – styður við framtakssemi og fagnar hugmyndaauðgi. Borg sem setur mannlíf í forgrunn. Reykjavík þar sem fólki líður vel.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun