Erlent

Katrín og Vilhjálmur sýndu prinsinn á tröppum sjúkrahússins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Drengurinn er sá fimmti í erfðaröð krúnunnar.
Drengurinn er sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Twitter/ Kensington Palace
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins stigu fram á tröppur St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London og frumsýndu son sinn sem fæddist fyrr í dag. Aðdáendur og fjölmiðlar höfðu safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið og biðu þess að fá að vera fyrstir til þess að sjá litla drenginn. Eftir að hafa gefið sér tíma fyrir myndatökur fór litla fjölskyldan heim í Kensington-höll.

Prinsinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag.
Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, kom fram að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu en Vilhjálmur var viðstaddur fæðinguna. Georg og Karlotta komu með föður sínum í heimsókn á sjúkrahúsið fyrr í dag, klædd í skólabúninga.

Katrín var lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London snemma í morgun en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015. Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvers kyns barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag.  Drengurinn er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar.


Tengdar fréttir

Prins er fæddur

Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×