Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. apríl 2018 09:15 Sigurður segist hafa fengið þá hugmynd að fela amfetamín í taflmönnum. Töluverð vinna fór í að koma efnunum fyrir en lögregluyfirvöld virðast hafa lesið Sigurð eins og opna bók. Wikimedia Commons Lögreglan telur sterkar líkur á að Sigurður Ragnar Kristinsson hafi gegnt aðalhlutverki í skipulagningu smygls á um fimm kílóum á ætluðu amfetamíni frá Spáni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Sigurði sem Vísir hefur undir höndum. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudag en úrskurðaður í fjögurra vikna farbann. Enn er beðið eftir styrkleikagreiningu á fíkniefnunum frá spænskum löggæsluyfirvöldum en fíkniefnin voru haldlögð á Spáni. Sigurður segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Amfetamínið fór því aldrei úr landi og bíður enn styrkleikagreiningar ytra. Málið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Eiginkona Sigurðar lenti í skelfilegu slysi um það leyti sem Sigurður hélt til Íslands til þess að láta handtaka sig. Þá varð Skáksamband Íslands óvænt aðili að málinu sem hefur síðan stundum verið kennt við sambandið. Kynntist mönnum á Benidorm Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands þann 8. janúar, tæpum þremur vikum áður en Sigurður kom til landsins. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku. „Ég var varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakkann, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið,“ sagði Gunnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt.Frétt Stöðvar 2 frá 13. janúar má sjá hér að neðan. Í framhaldinu voru tveir menn handteknir, grunaðir um aðild að málinu. Annar, sem handtekinn var á veitingastaðnum Hvíta riddaranum, tjáði lögreglu að Sigurður ætti „100%“ fíkniefnapakkann. Sá sagðist hafa rætt við Sigurð í síma á milli jóla og nýárs. Þá hefði Sigurður nefnt hinn manninn á nafn varðandi ráðstöfun fíkniefnanna. Fékk lögregla úrskurð til að hlera síma hins meinta samverkamanns. Renndi sú aðgerð stoðum undir grun lögreglu að maðurinn væri afkastamikill í sölu og dreifingu fíkniefna. Sigurður flaug til Íslands þann 25. janúar og var handtekinn við komuna.Vísir/Vilhelm Nefndi samverkamann sem síðar var sleppt Sigurður flaug svo til Íslands þann 25. janúar og var handtekinn við komuna. Frá upphafi viðurkenndi Sigurður að hafa komið að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnunum. Hann hefði meðal annars komið til landsins sjálfviljugur til þess að vitnið, sem hafði sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins, yrði leyst úr haldi. Um var að ræða þann sem Sigurður ræddi við í síma milli jóla og nýárs. Sigurður nefndi sama manninn og vinur hans hafði nefnt sem samverkamann sinn. Voru þeir báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn lögreglu, meðal annars fyrrnefndar hlerunaraðgerðir, leiddi í ljós að sá maður tengdist málinu ekkert þrátt fyrir að ýmislegt benti til þess að hann væri í fíkniefnasölu. Var honum sleppt. Sigurður segist hafa hitt menn frá Mið-Austurlöndum í sólinni á Benedorm. Menn frá Mið-Austurlöndum Fréttablaðið segir frásögn Sigurðar í skýrslutöku lögreglu á þann veg að hann hafi kynnst mönnum frá Mið-Austurlöndum á Benidorm á Spáni í desember. Hann hafi fengið fíkniefni upp á hótel og þar pakkað þeim inn í skákmuni.Hann hafi fengið hugmyndina að því að fela fíkniefni í skákmunum eftir að hafa lesið sér til um Norðurlandamót í skák. Ákvað hann að kaupa taflmenn og stíla sendinguna á Skáksamband Íslands.Sigurður sagðist hafa varið um fjórum klukkustundum í að umpakka fíkniefnunum og koma þeim fyrir í taflmönnunum. Hann sagðist hafa brotið botninn á taflmönnunum og svo steypt hann aftur og notað hárþurrku til að þurrka gipsið.Í kjölfarið hafi hann farið með taflmennina í málun og látið mála þá gyllta og silfraða, og svo látið útbúa granítplötur undir taflmennina. Þeir sem útbjuggu granítplöturnar sendu pakkann svo til Íslands, að beiðni Sigurðar. Efnin bárust hins vegar aldrei til Íslands því áður en þau fóru úr landi komust lögregluyfirvöld yfir skákmunina. Fjarlægðu þau fíkniefnin og skiptu þeim út fyrir gerviefni. Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu á Málaga ásamt Unni Birgisdóttur móður sinni. Unnur er ákærð ásamt Sigurði Ragnari fyrir meiriháttar skattsvik.vísir/egillLömuð eiginkona á SpániMálið hefur ekki síst vakið athygli vegna aðstæðna í fjölskyldu Sigurðar Ragnars. Eiginkona hans, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, lamaðist við hátt fall í húsi þeirra á Málaga frá Spáni. Var Sigurður Ragnar handtekinn grunaður um aðild að fallinu en sleppt skömmu síðar. Hélt hann í framhaldinu strax til Íslands sem þótti athyglisvert í ljósi slyss Sunnu Elvíru.Sunna var lengi vel í farbanni, fékk ekki flutning á betra sjúkrahús á Spáni og liðu tveir mánuðir áður en hún var flutt til Íslands. Sagðist hún í viðtali við Stöð 2 sem minnst vilja vita af fíkniefnamáli eiginmanns síns. Þá segist hún ekki muna hvað gerðist sem varð til þess að hún féll á heimili þeirra Sigurðar og slasaðist.„Ég trúi því að maðurinn minn hafi ekki átt neinn þátt í þessu. Hann er ekki ofbeldismaður. Þannig að ég held að ég geti fullyrt að hann hafi ekki komið að þessu. Þetta er bara slys,“ sagði Sunna. Hún hefur ekki rætt við íslenska fjölmiðla síðan hún kom til landsins þann 9. apríl.Viðtalið við Sunnu frá 15. febrúar má sjá hér að neðan.Sætir farbanniSigurður sat í gæsluvarðhaldi, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síðar almannahagsmuna, þar til á föstudag. Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldinu síðustu mánuðina kemur fram að lögreglan telji sterkar líkur á að hann hafi verið í lykilhlutverki í smyglinu. Útilokar lögreglan hins vegar ekki að fleiri hafi komið að smyglinu.Rannsókn málsins er hins vegar ekki lokið vegna þess að gögn um fíkniefnin sem voru haldlögð á Spáni hafa enn ekki skilað sér. Styrkleiki efnanna séu lykilupplýsingar þegar komi að því að gefa út ákæru í málinu að mati lögreglu. Upphaflega hafi verið óskað eftir gögnunum í febrúar og beiðnin ítrekuð í þessum mánuði að því er segir í greinargerð lögreglu. Héraðsdómur féllst ekki á að þessi töf réttlætti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sigurði eins og lögreglan krafðist 18. apríl. Vísaði dómari til reglu um að gæsluvarðhald skuli ekki standa lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir liggi við. Gögnin frá Spáni væru ekki þess eðlis.Gæsluvarðhaldið yfir Sigurði var því aðeins framlengt til föstudagsins 20. apríl og var honum þá sleppt. Hann sætir þó farbanni næstu fjórar vikurnar. SS hús skulda tugum starfsmanna laun. Gjaldþrot fyrirtækisins nemur um 600 milljónum króna.vísir/pjeturÁkærður fyrir skattalagabrotÞá er Sigurður ákærður í aðskildu máli fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Auk Sigurðar eru Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar og móðir Sunnu, og Armando Luis Rodriguez ákærð. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Brot þeirra geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 Spænsk yfirvöld hafa afhent gögn í máli Sunnu Elviru Spænsk yfirvöld afhentu í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða málsgögnin, sem eru á spænsku og ensku, send í þýðingu og eftir það verði hægt að meta hver réttarstaða Sunnu Elviru er hér á landi. 18. apríl 2018 11:39 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Lögreglan telur sterkar líkur á að Sigurður Ragnar Kristinsson hafi gegnt aðalhlutverki í skipulagningu smygls á um fimm kílóum á ætluðu amfetamíni frá Spáni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Sigurði sem Vísir hefur undir höndum. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudag en úrskurðaður í fjögurra vikna farbann. Enn er beðið eftir styrkleikagreiningu á fíkniefnunum frá spænskum löggæsluyfirvöldum en fíkniefnin voru haldlögð á Spáni. Sigurður segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Amfetamínið fór því aldrei úr landi og bíður enn styrkleikagreiningar ytra. Málið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Eiginkona Sigurðar lenti í skelfilegu slysi um það leyti sem Sigurður hélt til Íslands til þess að láta handtaka sig. Þá varð Skáksamband Íslands óvænt aðili að málinu sem hefur síðan stundum verið kennt við sambandið. Kynntist mönnum á Benidorm Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands þann 8. janúar, tæpum þremur vikum áður en Sigurður kom til landsins. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku. „Ég var varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakkann, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið,“ sagði Gunnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt.Frétt Stöðvar 2 frá 13. janúar má sjá hér að neðan. Í framhaldinu voru tveir menn handteknir, grunaðir um aðild að málinu. Annar, sem handtekinn var á veitingastaðnum Hvíta riddaranum, tjáði lögreglu að Sigurður ætti „100%“ fíkniefnapakkann. Sá sagðist hafa rætt við Sigurð í síma á milli jóla og nýárs. Þá hefði Sigurður nefnt hinn manninn á nafn varðandi ráðstöfun fíkniefnanna. Fékk lögregla úrskurð til að hlera síma hins meinta samverkamanns. Renndi sú aðgerð stoðum undir grun lögreglu að maðurinn væri afkastamikill í sölu og dreifingu fíkniefna. Sigurður flaug til Íslands þann 25. janúar og var handtekinn við komuna.Vísir/Vilhelm Nefndi samverkamann sem síðar var sleppt Sigurður flaug svo til Íslands þann 25. janúar og var handtekinn við komuna. Frá upphafi viðurkenndi Sigurður að hafa komið að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnunum. Hann hefði meðal annars komið til landsins sjálfviljugur til þess að vitnið, sem hafði sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins, yrði leyst úr haldi. Um var að ræða þann sem Sigurður ræddi við í síma milli jóla og nýárs. Sigurður nefndi sama manninn og vinur hans hafði nefnt sem samverkamann sinn. Voru þeir báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn lögreglu, meðal annars fyrrnefndar hlerunaraðgerðir, leiddi í ljós að sá maður tengdist málinu ekkert þrátt fyrir að ýmislegt benti til þess að hann væri í fíkniefnasölu. Var honum sleppt. Sigurður segist hafa hitt menn frá Mið-Austurlöndum í sólinni á Benedorm. Menn frá Mið-Austurlöndum Fréttablaðið segir frásögn Sigurðar í skýrslutöku lögreglu á þann veg að hann hafi kynnst mönnum frá Mið-Austurlöndum á Benidorm á Spáni í desember. Hann hafi fengið fíkniefni upp á hótel og þar pakkað þeim inn í skákmuni.Hann hafi fengið hugmyndina að því að fela fíkniefni í skákmunum eftir að hafa lesið sér til um Norðurlandamót í skák. Ákvað hann að kaupa taflmenn og stíla sendinguna á Skáksamband Íslands.Sigurður sagðist hafa varið um fjórum klukkustundum í að umpakka fíkniefnunum og koma þeim fyrir í taflmönnunum. Hann sagðist hafa brotið botninn á taflmönnunum og svo steypt hann aftur og notað hárþurrku til að þurrka gipsið.Í kjölfarið hafi hann farið með taflmennina í málun og látið mála þá gyllta og silfraða, og svo látið útbúa granítplötur undir taflmennina. Þeir sem útbjuggu granítplöturnar sendu pakkann svo til Íslands, að beiðni Sigurðar. Efnin bárust hins vegar aldrei til Íslands því áður en þau fóru úr landi komust lögregluyfirvöld yfir skákmunina. Fjarlægðu þau fíkniefnin og skiptu þeim út fyrir gerviefni. Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu á Málaga ásamt Unni Birgisdóttur móður sinni. Unnur er ákærð ásamt Sigurði Ragnari fyrir meiriháttar skattsvik.vísir/egillLömuð eiginkona á SpániMálið hefur ekki síst vakið athygli vegna aðstæðna í fjölskyldu Sigurðar Ragnars. Eiginkona hans, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, lamaðist við hátt fall í húsi þeirra á Málaga frá Spáni. Var Sigurður Ragnar handtekinn grunaður um aðild að fallinu en sleppt skömmu síðar. Hélt hann í framhaldinu strax til Íslands sem þótti athyglisvert í ljósi slyss Sunnu Elvíru.Sunna var lengi vel í farbanni, fékk ekki flutning á betra sjúkrahús á Spáni og liðu tveir mánuðir áður en hún var flutt til Íslands. Sagðist hún í viðtali við Stöð 2 sem minnst vilja vita af fíkniefnamáli eiginmanns síns. Þá segist hún ekki muna hvað gerðist sem varð til þess að hún féll á heimili þeirra Sigurðar og slasaðist.„Ég trúi því að maðurinn minn hafi ekki átt neinn þátt í þessu. Hann er ekki ofbeldismaður. Þannig að ég held að ég geti fullyrt að hann hafi ekki komið að þessu. Þetta er bara slys,“ sagði Sunna. Hún hefur ekki rætt við íslenska fjölmiðla síðan hún kom til landsins þann 9. apríl.Viðtalið við Sunnu frá 15. febrúar má sjá hér að neðan.Sætir farbanniSigurður sat í gæsluvarðhaldi, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síðar almannahagsmuna, þar til á föstudag. Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldinu síðustu mánuðina kemur fram að lögreglan telji sterkar líkur á að hann hafi verið í lykilhlutverki í smyglinu. Útilokar lögreglan hins vegar ekki að fleiri hafi komið að smyglinu.Rannsókn málsins er hins vegar ekki lokið vegna þess að gögn um fíkniefnin sem voru haldlögð á Spáni hafa enn ekki skilað sér. Styrkleiki efnanna séu lykilupplýsingar þegar komi að því að gefa út ákæru í málinu að mati lögreglu. Upphaflega hafi verið óskað eftir gögnunum í febrúar og beiðnin ítrekuð í þessum mánuði að því er segir í greinargerð lögreglu. Héraðsdómur féllst ekki á að þessi töf réttlætti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sigurði eins og lögreglan krafðist 18. apríl. Vísaði dómari til reglu um að gæsluvarðhald skuli ekki standa lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir liggi við. Gögnin frá Spáni væru ekki þess eðlis.Gæsluvarðhaldið yfir Sigurði var því aðeins framlengt til föstudagsins 20. apríl og var honum þá sleppt. Hann sætir þó farbanni næstu fjórar vikurnar. SS hús skulda tugum starfsmanna laun. Gjaldþrot fyrirtækisins nemur um 600 milljónum króna.vísir/pjeturÁkærður fyrir skattalagabrotÞá er Sigurður ákærður í aðskildu máli fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Auk Sigurðar eru Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar og móðir Sunnu, og Armando Luis Rodriguez ákærð. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Brot þeirra geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 Spænsk yfirvöld hafa afhent gögn í máli Sunnu Elviru Spænsk yfirvöld afhentu í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða málsgögnin, sem eru á spænsku og ensku, send í þýðingu og eftir það verði hægt að meta hver réttarstaða Sunnu Elviru er hér á landi. 18. apríl 2018 11:39 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46
Spænsk yfirvöld hafa afhent gögn í máli Sunnu Elviru Spænsk yfirvöld afhentu í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða málsgögnin, sem eru á spænsku og ensku, send í þýðingu og eftir það verði hægt að meta hver réttarstaða Sunnu Elviru er hér á landi. 18. apríl 2018 11:39
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00