Fótbolti

Klopp segir Liverpool stundum líkjast United-liði Sir Alex

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. vísir/afp
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, nýtur þess að sjá sína menn rúlla yfir hvert liðið á fætur öðru þessa dagana og líkir því við nokkur af liðum Manchester United sem gerði slíkt hið sama undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Liverpool skoraði þrívegis á fyrstu 19 mínútunum í fyrri leiknum á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það vann einvígið samanlagt, 5-1.

Klopp virðist líklegur til að setja sama slagkraft í sóknarleikinn þegar að Roma kemur í heimsókn á Anfield í kvöld en Klopp viðurkennir að hann vill nota þennan ógnvænlega sóknarleik eins og United gerði á árum áður.

„Þetta er svolítið eins og hjá Man. United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Á sínum tíma skoraði það alltaf tvö mörk,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Skora, skora? Það er það sem við reynum. við reynum að skora og skora svo aftur og nýta þannig stígandann í leiknum. Auðvitað tölum við um þetta og við viljum nýta okkur þetta. En maður þarf hvort sem er alltaf að skora,“ segir Jürgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×