Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 16:28 Scott Pruitt (t.v.) hefur verið dyggasti fótgönguliði Trump forseta í að rifta umhverfisreglugerðum. Það er talið hafa bjargað honum fram að þessu frá skugga spillingarmála af ýmsu tagi. Vísir/AFP Á sjötta hundrað félagsmanna í Vísindaakademíu Bandaríkjanna skrifa undir yfirlýsingu sem þeir birtu í gær þar sem þeir saka ríkisstjórn Donalds Trump um að „sverta vísindalega sérfræðiþekkingu og áreita vísindamenn“. Sérstaklega gagnrýna þeir ríkisstjórnina fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Ríkisstjórn Trump hefur stigið markviss skref til þess að fella úr gildi og hætta við reglugerðir sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum auk fjölda annarra umhverfisreglugerða. Þá hafa ýmsar ríkisstofnanir og ráðuneyti eytt öllum tilvísunum í loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun af vefsíðum sínum. Sú stefna byggist á höfnun leiðtoga Repúblikanaflokksins á vísindalegum staðreyndum um hnattræna hlýnun af völdum manna. Trump sjálfur hefur kallað loftslagsbreytingar „gabb“ á vegum kínverskra stjórnvalda. Hann ákvað í fyrra að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þegar það verður hægt árið 2020.Hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna Vísindamennirnir sem skrifa undir yfirlýsinguna krefjast þess að bandarísk stjórnvöld móti stefnu sína aftur á vísindalegum grundvelli. Alríkisstjórnin ætti einnig að halda vísindalegu efni á vefsíðum sem eru aðgengilegar almenningi og að skipa hæft fólk í stöður sem krefjast vísindalegrar sérþekkingar. „Höfnun vísindalegra staðreynda við stefnumótun hefur haft áhrif á vítt svið félags-, líf-, umhverfis og raunvísinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja vísindamennirnir 475 að ríkisstjórnin hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna sem vinna fyrir alríkisstjórnina og að ákvörðuninni um að hætta við Parísarsamkomulagið verði snúið við. Þetta er annað árið í röð sem stór hópur félaga í Vísindaakademíunni sendir slíka yfirlýsingu frá sér vegna framferðis Trump-stjórnarinnar. Í fyrra skrifuðu 375 vísindamenn undir sambærilega yfirlýsingu þar sem þeir vöruðu við hættunni sem fylgdi því að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu.Auglýsing þar sem gert er grín að Pruitt, forstjóra EPA. Hann leigði hjá málsvara hagsmunaaðila á vildarkjörum í Washington-borg. Hann hefur einnig verið sakaður um að fara frjálslega með fé skattborgara á skrifstofu sinni og á ferðalögum.Vísir/AFPTalsmaður kolaiðnaðar og lögfræðingur yfir Umhverfisstofnun Trump hefur í mörgum tilfellum tilnefnt fyrrverandi málsvara hagsmunaaðila til að gegna stöðum sem tengjast umhverfisvísindum. Þannig er Andrew Wheeler, sem nýlega var staðfestur í embætti sem aðstoðarforstjóri Umhverfisstofnunarinnar (EPA), fyrrverandi málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki. Wheeler gæti brátt orðið forstjóri EPA en núverandi forstjórinn Scott Pruitt er nú á kafi í ásökunum um ýmis konar spillingu. Pruitt var dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis þar sem hann höfðaði fjölda mála gegn EPA í samstarfi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann hefur gengið hart fram í að byrja að vinda ofan af reglum sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig fleiri reglum sem eiga að takmarka getu fyrirtækja til að losa mengandi efni út í náttúruna. Gætu þurft að hætta að styðjast við lýðheilsurannsóknir Nýjasta útspil Pruitt er tillaga að reglu sem myndi verulega takmarka getu Umhverfisstofnunarinnar til þess að byggja reglur sínar á vísindalegum rannsóknum. Samkvæmt reglunni sem Pruitt vill setja mætti stofnunin aðeins notast við rannsóknir þar sem undirliggjandi gögn eru opinber. Það myndi þýða að EPA gæti ekki nýtt rannsóknir sem byggjast á læknisfræðilegum gögnum um sjúklinga sem ekki má birta opinberlega. Þannig gæti stofnunin ekki lengur reitt sig á rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsl loftmengunar eða skordýraeiturs við skaðleg áhrif á heilsu manna. Pruitt segir að markmið reglunnar sé gegnsæi. Hún myndi þó ganga mun lengra en kröfu ritrýndra vísindarita þar sem ekki þarf að birta opinberlega sjúkraskýrslur sem rannsóknir á sviði lýðheilsu og umhverfis byggjast oft á. Hátt í þúsund vísindamenn skrifuðu undir yfirlýsingu á vegum Sambands áhyggjufulltra vísindamanna [e. Union of Concerned Scientists] í gær þar sem Pruitt var hvattur til þess að falla frá reglunni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna í Vísindaakademíu Bandaríkjanna skrifa undir yfirlýsingu sem þeir birtu í gær þar sem þeir saka ríkisstjórn Donalds Trump um að „sverta vísindalega sérfræðiþekkingu og áreita vísindamenn“. Sérstaklega gagnrýna þeir ríkisstjórnina fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Ríkisstjórn Trump hefur stigið markviss skref til þess að fella úr gildi og hætta við reglugerðir sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum auk fjölda annarra umhverfisreglugerða. Þá hafa ýmsar ríkisstofnanir og ráðuneyti eytt öllum tilvísunum í loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun af vefsíðum sínum. Sú stefna byggist á höfnun leiðtoga Repúblikanaflokksins á vísindalegum staðreyndum um hnattræna hlýnun af völdum manna. Trump sjálfur hefur kallað loftslagsbreytingar „gabb“ á vegum kínverskra stjórnvalda. Hann ákvað í fyrra að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þegar það verður hægt árið 2020.Hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna Vísindamennirnir sem skrifa undir yfirlýsinguna krefjast þess að bandarísk stjórnvöld móti stefnu sína aftur á vísindalegum grundvelli. Alríkisstjórnin ætti einnig að halda vísindalegu efni á vefsíðum sem eru aðgengilegar almenningi og að skipa hæft fólk í stöður sem krefjast vísindalegrar sérþekkingar. „Höfnun vísindalegra staðreynda við stefnumótun hefur haft áhrif á vítt svið félags-, líf-, umhverfis og raunvísinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja vísindamennirnir 475 að ríkisstjórnin hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna sem vinna fyrir alríkisstjórnina og að ákvörðuninni um að hætta við Parísarsamkomulagið verði snúið við. Þetta er annað árið í röð sem stór hópur félaga í Vísindaakademíunni sendir slíka yfirlýsingu frá sér vegna framferðis Trump-stjórnarinnar. Í fyrra skrifuðu 375 vísindamenn undir sambærilega yfirlýsingu þar sem þeir vöruðu við hættunni sem fylgdi því að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu.Auglýsing þar sem gert er grín að Pruitt, forstjóra EPA. Hann leigði hjá málsvara hagsmunaaðila á vildarkjörum í Washington-borg. Hann hefur einnig verið sakaður um að fara frjálslega með fé skattborgara á skrifstofu sinni og á ferðalögum.Vísir/AFPTalsmaður kolaiðnaðar og lögfræðingur yfir Umhverfisstofnun Trump hefur í mörgum tilfellum tilnefnt fyrrverandi málsvara hagsmunaaðila til að gegna stöðum sem tengjast umhverfisvísindum. Þannig er Andrew Wheeler, sem nýlega var staðfestur í embætti sem aðstoðarforstjóri Umhverfisstofnunarinnar (EPA), fyrrverandi málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki. Wheeler gæti brátt orðið forstjóri EPA en núverandi forstjórinn Scott Pruitt er nú á kafi í ásökunum um ýmis konar spillingu. Pruitt var dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis þar sem hann höfðaði fjölda mála gegn EPA í samstarfi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann hefur gengið hart fram í að byrja að vinda ofan af reglum sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig fleiri reglum sem eiga að takmarka getu fyrirtækja til að losa mengandi efni út í náttúruna. Gætu þurft að hætta að styðjast við lýðheilsurannsóknir Nýjasta útspil Pruitt er tillaga að reglu sem myndi verulega takmarka getu Umhverfisstofnunarinnar til þess að byggja reglur sínar á vísindalegum rannsóknum. Samkvæmt reglunni sem Pruitt vill setja mætti stofnunin aðeins notast við rannsóknir þar sem undirliggjandi gögn eru opinber. Það myndi þýða að EPA gæti ekki nýtt rannsóknir sem byggjast á læknisfræðilegum gögnum um sjúklinga sem ekki má birta opinberlega. Þannig gæti stofnunin ekki lengur reitt sig á rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsl loftmengunar eða skordýraeiturs við skaðleg áhrif á heilsu manna. Pruitt segir að markmið reglunnar sé gegnsæi. Hún myndi þó ganga mun lengra en kröfu ritrýndra vísindarita þar sem ekki þarf að birta opinberlega sjúkraskýrslur sem rannsóknir á sviði lýðheilsu og umhverfis byggjast oft á. Hátt í þúsund vísindamenn skrifuðu undir yfirlýsingu á vegum Sambands áhyggjufulltra vísindamanna [e. Union of Concerned Scientists] í gær þar sem Pruitt var hvattur til þess að falla frá reglunni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent