Messað yfir kórnum Davíð Þorláksson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Kosningar 2018 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun