Innlent

Páll Valur leiðir í Grindavík

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Grindavík í vor.
Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Grindavík í vor.
Grindavík Páll Valur Björnsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Grindavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Páll Valur hafði áhyggjur af því fyrr í vor að illa gengi að fá fólk í framboð fyrir Samfylkinguna í Grindavík eins og hann lýsti á opnu spjallsvæði flokksins á Facebook 10. apríl síðastliðinn.

Nú hefur birt til hjá Samfylkingunni og listi flokksins er að taka á sig mynd, segir Páll Valur í samtali við Fréttablaðið og býst við að listinn verði kynntur síðar í dag.

Sjö bæjarfulltrúar eru í Grindavík og eiga Sjálfstæðisflokkur og Flokkur Grindverja í meirihlutasamstarfi í bænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×