Lýðheilsan og samþætt meðferð Guðrún Gyða Ölvisdóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur til nokkurra ára unnið að því að kynna og kalla eftir umræðu, rannsókn og fræðslu um það sem hér á landi hefur verið kallað viðbótar- og óhefðbundnar meðferðir. Ábending er að gagnreyndar viðbótarmeðferðir verði valkostur sem stendur til boða í heilbrigðisþjónustunni og kallaðar samþættar meðferðir. Þegar við tölum um samþættar meðferðir í hjúkrunar- og læknisþjónustu erum við að tala um meðferðir sem NCCH (National center for complementary and integrative health) segir að sé samsafn meðferða sem bæta heilsu fólks og auka vellíðan. Gróf skipting er í tvo flokka, annars vegar flokkur sem byggir á tengslum hugar og líkama, dæmi: slökun, dáleiðsla, djúpöndun, tónlistarmeðferð, nudd, svæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, orkumeðferðir, reiki, nálastungur, læknandi snerting. Hins vegar lífrænar meðferðir, dæmi: fæðubótarefni sem innihalda náttúruleg innihaldsefni, jurtir, ilmkjarnaolíur og olíur unnar á náttúrulegan hátt t.d. úr fiski. Samþættar meðferðir eru mjög mikilvægar fyrir lýðheilsu. Sem dæmi þá höfum við heyrt miklar umræður um sterk verkjalyf, ópíumlyf, sem orsaka fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum og tugir hér á landi hafa líka látið lífið vegna þeirra. Það er eðlislægt að vilja forðast sársauka og finna vellíðan en í staðinn fyrir skyndilausnir með að gefa lyf gæti kosturinn verið að nota samþættar meðferðir til að bæta heilsu og auka vellíðan. Nota skaðminni verkjalyf: slökun, nudd, hugræna og líkamlega þjálfun. Viðbótarmeðferðir eru jákvæðar fyrir lýðheilsu, þar er hollusta í fæðu og náttúruleg fæðubótarefni mikilvæg. Rannsóknir sýna að hægt er að minnka streitu, lækka háan blóðþrýsting, draga úr bólgum, verkjum og ógleði, vinna með geðræn einnkenni, þunglyndi, kvíða og auka vellíðan, lífsgæði, bæta svefn og hamingju. Við framleiðslu kemískra efna í lækningarskyni verður oft mikil mengun. Sterkur þáttur í lýðheilsu er að fyrirbyggja og að hver einstaklingur taki ábyrgð á sínu heilbrigði. Með notkun gagnreyndra vibótarmeðferða er ekki verið að nota kemísk efni, sem geta spillt bæði heilsu og umhverfi. Allar meðferðir sem notaðar er í heilbrigðisþjónustu skulu byggðar á gagnreyndum rannsóknum sem styðja við að notkun þeirra sé fyrirbyggjandi, lækni sjúkdóma og veiti vellíðan.Viðsnúningur Áður en skipulögð heilbrigðisþjónusta og menntun heilbrigðisstarfsfólks átti sér stað voru forfeður okkar að nota ýmsar aðferðir til að viðhalda heilbrigði og lækna mein. Þeir notuðu jurtir og aðferðir sem byggðu á tengslum hugar og líkama og báru mikla virðingu fyrir náttúrunni. Síðan kom hátæknin til sögunnar og efnafræðilega tilbúin lyf, fólk trúði að þar væri komin lausn á heilbrigðisvandamálum og eftirspurn eftir náttúrulegum viðbótarmeðferðum fór minnkandi. Viðbótameðferðir voru nefndar kukl af sumum lærðum mönnum sem ekki sáu ávinning með notkun þeirra. Þessar meðferðir voru jafnvel álitnar stórhættulegar þar sem ekki voru til rannsóknir til að styðja þær. En nú er orðinn viðsnúningur, margar þessara viðbótarmeðferðir hafa verið rannsakaðar og sýnt gagnsemi sína, jafnframt sem fólk hefur gert sér grein fyrir að hátækni og lyf eru ekki alltaf lausnir í veikindum. Eftirspurn eftir viðbótarmeðferðum hefur aukist hér á landi. Rúnar Vilhjálmsson hefur sýnt fram á í rannsóknum að af fólki sem var á aldrinum 18-75 ára og átti við veikindi að stríða voru 31,8% sem leituðu viðbótarlækninga árið 2007, árið 2015 var þessi tala komin upp í 47,9%. Allar stéttir notfærðu sér þessar meðferðir. Algengast var að fólk var að nota óhefðbundna þjónustu í viðbót við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Það er því sýnilegt ákall neytenda um að notaðar séu samþættar meðferðir. Í grein minni Hefðbundin eða óhefðbundin meðferð árið 2015 kallaði ég eftir því að stjórnvöld mótuðu stefnu í notkun gagnreyndra, samþættra meðferða innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, að fræðsla, þekking og tækifæri væru aukin. Þannig getum við fyrirbyggt að vera þjóð sem notar mest af verkjalyfjum, sýklalyfjum og geðlyfjum, í að vera þjóð sem nær að tileinka sér heilbrigðari lífshætti og hamingju. Það er líka tímabært að auka þjónustukannanir í heilbrigðisþjónustu, heyra raddir neytenda og aðlaga faglega þekkingu að því sem neytandinn kallar eftir. Þannig ætti þjónustan að verða skilvirkari, árangursríkari og skila okkur betri lýðheilsu.Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, í stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð Fíh Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur til nokkurra ára unnið að því að kynna og kalla eftir umræðu, rannsókn og fræðslu um það sem hér á landi hefur verið kallað viðbótar- og óhefðbundnar meðferðir. Ábending er að gagnreyndar viðbótarmeðferðir verði valkostur sem stendur til boða í heilbrigðisþjónustunni og kallaðar samþættar meðferðir. Þegar við tölum um samþættar meðferðir í hjúkrunar- og læknisþjónustu erum við að tala um meðferðir sem NCCH (National center for complementary and integrative health) segir að sé samsafn meðferða sem bæta heilsu fólks og auka vellíðan. Gróf skipting er í tvo flokka, annars vegar flokkur sem byggir á tengslum hugar og líkama, dæmi: slökun, dáleiðsla, djúpöndun, tónlistarmeðferð, nudd, svæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, orkumeðferðir, reiki, nálastungur, læknandi snerting. Hins vegar lífrænar meðferðir, dæmi: fæðubótarefni sem innihalda náttúruleg innihaldsefni, jurtir, ilmkjarnaolíur og olíur unnar á náttúrulegan hátt t.d. úr fiski. Samþættar meðferðir eru mjög mikilvægar fyrir lýðheilsu. Sem dæmi þá höfum við heyrt miklar umræður um sterk verkjalyf, ópíumlyf, sem orsaka fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum og tugir hér á landi hafa líka látið lífið vegna þeirra. Það er eðlislægt að vilja forðast sársauka og finna vellíðan en í staðinn fyrir skyndilausnir með að gefa lyf gæti kosturinn verið að nota samþættar meðferðir til að bæta heilsu og auka vellíðan. Nota skaðminni verkjalyf: slökun, nudd, hugræna og líkamlega þjálfun. Viðbótarmeðferðir eru jákvæðar fyrir lýðheilsu, þar er hollusta í fæðu og náttúruleg fæðubótarefni mikilvæg. Rannsóknir sýna að hægt er að minnka streitu, lækka háan blóðþrýsting, draga úr bólgum, verkjum og ógleði, vinna með geðræn einnkenni, þunglyndi, kvíða og auka vellíðan, lífsgæði, bæta svefn og hamingju. Við framleiðslu kemískra efna í lækningarskyni verður oft mikil mengun. Sterkur þáttur í lýðheilsu er að fyrirbyggja og að hver einstaklingur taki ábyrgð á sínu heilbrigði. Með notkun gagnreyndra vibótarmeðferða er ekki verið að nota kemísk efni, sem geta spillt bæði heilsu og umhverfi. Allar meðferðir sem notaðar er í heilbrigðisþjónustu skulu byggðar á gagnreyndum rannsóknum sem styðja við að notkun þeirra sé fyrirbyggjandi, lækni sjúkdóma og veiti vellíðan.Viðsnúningur Áður en skipulögð heilbrigðisþjónusta og menntun heilbrigðisstarfsfólks átti sér stað voru forfeður okkar að nota ýmsar aðferðir til að viðhalda heilbrigði og lækna mein. Þeir notuðu jurtir og aðferðir sem byggðu á tengslum hugar og líkama og báru mikla virðingu fyrir náttúrunni. Síðan kom hátæknin til sögunnar og efnafræðilega tilbúin lyf, fólk trúði að þar væri komin lausn á heilbrigðisvandamálum og eftirspurn eftir náttúrulegum viðbótarmeðferðum fór minnkandi. Viðbótameðferðir voru nefndar kukl af sumum lærðum mönnum sem ekki sáu ávinning með notkun þeirra. Þessar meðferðir voru jafnvel álitnar stórhættulegar þar sem ekki voru til rannsóknir til að styðja þær. En nú er orðinn viðsnúningur, margar þessara viðbótarmeðferðir hafa verið rannsakaðar og sýnt gagnsemi sína, jafnframt sem fólk hefur gert sér grein fyrir að hátækni og lyf eru ekki alltaf lausnir í veikindum. Eftirspurn eftir viðbótarmeðferðum hefur aukist hér á landi. Rúnar Vilhjálmsson hefur sýnt fram á í rannsóknum að af fólki sem var á aldrinum 18-75 ára og átti við veikindi að stríða voru 31,8% sem leituðu viðbótarlækninga árið 2007, árið 2015 var þessi tala komin upp í 47,9%. Allar stéttir notfærðu sér þessar meðferðir. Algengast var að fólk var að nota óhefðbundna þjónustu í viðbót við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Það er því sýnilegt ákall neytenda um að notaðar séu samþættar meðferðir. Í grein minni Hefðbundin eða óhefðbundin meðferð árið 2015 kallaði ég eftir því að stjórnvöld mótuðu stefnu í notkun gagnreyndra, samþættra meðferða innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, að fræðsla, þekking og tækifæri væru aukin. Þannig getum við fyrirbyggt að vera þjóð sem notar mest af verkjalyfjum, sýklalyfjum og geðlyfjum, í að vera þjóð sem nær að tileinka sér heilbrigðari lífshætti og hamingju. Það er líka tímabært að auka þjónustukannanir í heilbrigðisþjónustu, heyra raddir neytenda og aðlaga faglega þekkingu að því sem neytandinn kallar eftir. Þannig ætti þjónustan að verða skilvirkari, árangursríkari og skila okkur betri lýðheilsu.Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, í stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð Fíh
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun