49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 11:00 Oleg Salenko skorar eitt af fimm mörkum sínum. vísir/getty HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30