Þröngt lýðræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. apríl 2018 10:00 Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar