Þröngt lýðræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. apríl 2018 10:00 Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar