Fótbolti

Leikmenn hjá bæði Man. City og Liverpool geta fengið góða afmælisgjöf í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Volker Brandt fékk köku en ætli Kompany og Mane fái líka köku.
Volker Brandt fékk köku en ætli Kompany og Mane fái líka köku. Vísir/Samsett/Getty
Stórleikur kvöldsins er seinni leikur Manchester City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildinnar.

Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er því í frábærum málum en Manchester City vann 5-0 sigur á Liverpool þegar þau mættust síðast á Ethiad-leikvanginum og á þeim úrslitum má sjá að allt er enn mögulegt.

Tveir leikmenn hjá þessum tveimur liðum munu halda upp á afmælið sitt í dag og vonast eftir að fá sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í afmælisgjöf frá liðsfélögum sínum.





Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, fæddist 10. apríl 1986 í Brussel í Belgíu og heldur því upp á 32 ára afmælið sitt í dag.

Kompany hefur spilað með Manchester City liðinu frá árinu 2008 en hann hefur aldrei komist með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.





Sadio Mané, leikmaður Liverpool, fæddist 10. apríl 1992 í Sédhiou í Senegal og heldur því upp á 26 ára afmælið sitt í dag.

Mané hefur spilað með Liverpool frá 2016 þegar félagið keypti hann af Southampton en þetta er fjórða tímabil hans í enska boltanum. Líkt og Kompany þá hefur Mané aldrei komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×