Þurrt þing Davíð Þorláksson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar