Lífið

Hagkaup lagði Intel og Paddington

Benedikt Bóas skrifar
Gunnar og Finnur Árnason þegar versluninni í Kringlunni var breytt en saga Kringlunnar og Hagkaup er samofinn frá upphafi.
Gunnar og Finnur Árnason þegar versluninni í Kringlunni var breytt en saga Kringlunnar og Hagkaup er samofinn frá upphafi. Vísir/eyþór
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur, en við vissum um leið og við sáum teikningarnar að nýju verslununum að þetta myndi ganga. Við fengum líka mikil viðbrögð frá viðskiptavinum okkar og nú bætast við viðurkenningar að utan,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en breytingarnar á Hagkaup í Smáralind unnu til gullverðlauna á The Transform Awards Europe fyrir Bestu upplifun á vörumerki, Best Brand Experience.



Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, og Hugh Bonneville við Paddington-bókina. Hönnunin fékk brons.Vísir/getty
Hagkaup bar sigurorð af hinum magnaða Wonderwall, eða undraveggnum, sem hönnunarfyrirtækin 2LK and Moving Brands gerðu fyrir tölvurisann Intel. Veggnum hefur verið lýst sem Etch a Sketch framtíðarinnar.

Í þriðja sæti urðu uppflettibækur Conran Design Group fyrir kvikmyndina um Paddington.

Bækurnar voru staðsettar við fimm þekkt kennileiti í London, Buckingham-höllina, Tower Bridge, Piccadilly Circus, Trafalgar-torgið og þinghúsið, og vöktu mikla athygli enda næstum þrír metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, og Hugh Bonneville afhjúpuðu fyrstu risabókina á sínum tíma.

Breytingarnar hófust í Smáralind árið 2016 þegar ákveðið var að taka nýja nálgun að útliti og vöruúrvali og tókust breytingarnar svo vel að verslun Hagkaups í Kringlunni fylgdi í kjölfarið. Hönnunin var tilnefnd til þátttöku í fjórum alþjóðlegum hönnunarkeppnum og komst í úrslit í þremur þeirra. Silfur vannst í DBA Design Eff­ectiveness Awards fyrir áhrifamestu breytingar á verslun.

Samkvæmt kynningu MWorldwide, sem sá um breytingarnar, kemur fram að þó að verslunarrýmið hafi minnkað um nærri 50 prósent hafi viðskiptavinum fjölgað svo eftir hefur verið tekið úti í hinum stóra heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.