Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 09:00 Liðsmenn Liverpool fagna í gær. Vísir/Getty Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira