Serbneskur þjóðernissinni dæmdur fyrir stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 15:32 Seselj er leiðtogi öfgaþjóðernisflokksins Róttæka flokksins í Serbíu. Vísir/AFP Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata. Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata.
Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00
Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15