Byggðasöfn og brauð Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun