Þú veist þetta allt Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun